Smávegis af apríl

Meðan við bíðum eftir tölum Veðurstofunnar um meðaltöl og summur einstakra veðurstöðva giskum við á hita mánaðarins á landsvísu. Hann er -0,1 stigi kaldari heldur en meðallag aprílmánaða áranna 1991 til 2020, og -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára (sem og aldarinnar).

w-blogg300421

Hér má sjá að á síðustu áratugum 20.aldar hefði apríl 2021 verið í hópi þeirra hlýrri. Aftur á móti er hann í kaldari hópnum á þessari öld. Mun kaldara var þó 2013 og 2001. Apríl hefur - eins og aðrir mánuðir farið hlýnandi, þegar til langs tíma er litið. Sveiflurnar eru þó ekki alveg í takt við vetrarhitasveiflur, t.d. var skeiðið frá 1947 til 1953 sérlega kalt - inni í miðju hlýskeiðinu sem þá var almennt ríkjandi. 

Bráðabirgðauppgjör sýnir að hlýjast hefur að tiltölu verið á Vestfjörðum. Þar var hiti í 11.hlýjasta sæti (af 21) á öldinni þegar einn (kaldur) dagur ver eftir af mánuðinum. Kaldast hefur hins vegar verið á Suðausturlandi, þar er hiti í 18.hlýjasta sæti aldarinnar - þrír aprílmánuðir kaldari. Ritstjórinn uppfærir þessar röðunartölur á morgun - þegar síðasti dagurinn er kominn með. 

w-blogg300421b

Loftþrýstingur hefur verið sérlega hár í apríl. Sá hæsti frá upphafi mælinga fyrir 200 árum. Myndin sýnir meðalþrýsting í apríl á þessu tímabili. Klasamyndunar gætir - sé þrýstingur hár í einhverjum apríl virðast heldur meiri líkur en minni á því að hann verði það aftur innan fárra ára - sama á við um lágþrýsting. Annars virðast gildin vera mjög tilviljanakennd og leiti er engin - mun minni en óvissa í mæliröðinni. Lágþrýstimetið er aðeins 10 ára gamalt - frá 2011. Sá mánuður var mjög minnisstæður fyrir óvenjutíð og mikil illviðri. Við getum búist við mánaðarmeðaltalsþrýstimeti (háu eða lágu) á um 8 ára fresti að jafnaði - sé þrýstingurinn tilviljanakenndur. Engu spáir þetta um framhaldið. Síðast þegar þrýstingur var ámóta hár í apríl og nú (1973) var júnímánuður mjög kaldur - árið 2011 var júní líka kaldur. 

En óhætt er að segja að enn hafi farið vel með veður - og tilfinning ritstjóra hungursdiska sú að minna hafi orðið úr illviðrum heldur en efni hafa staðið til. Þannig hefur heildarveðurreyndin einnig verið í haust og í vetur. Vonandi er að það ástand standi sem lengst (en því mun samt linna að lokum). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 961
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 3351
  • Frá upphafi: 2426383

Annað

  • Innlit í dag: 856
  • Innlit sl. viku: 3012
  • Gestir í dag: 836
  • IP-tölur í dag: 770

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband