Mistur í dag

Töluvert mistur var við Faxaflóa - og víðar á landinu í morgun. Skörp hitahvörf voru á miðnætti í um 1500 metra hæð yfir Keflavíkurflugvelli. Um sjö stiga frost var í þeirri hæð - en þar rétt ofan við var hins vegar frostlaust - í þurru lofti - rakastig aðeins um 20 prósent. Loftið neðan við er hins vegar rakt, á bilinu 70 til 100 prósent. Á hádegi höfðu hitahvörfin færst heldur neðar - og ský í hitahvörfunum horfin að mestu. 

Lagskiptingin sést vel á þversniði harmonie-líkansins. Það nær frá punkti skammt suðvestan Reykjaness og norður fyrir Vestfirði. Heildregnu línurnar sýna jafngildismættishita (höfum ekki áhyggjur af honum hér) - en litir rakastig. Rauðar, daufar strikalínur sýna vatnsinnihald loftsins - aðeins 0,5 g/kg ofan við, en allt upp í 3,5 g/kg neðan hitahvarfanna.

w-blogg280421b

Uppruni loftsins neðan og ofan við virðist misjafn sé að marka reikninga bandaríska hysplit-líkansins. Hér er reynt að reikna hvaðan loft í mismunandi hæðum yfir Reykjavík á miðnætti var komið.

w-blogg280421a

Græna línan er uppi í 3 km hæð - vel ofan hitahvarfanna. Fyrir fimm dögum var það loft í um 6 km hæð yfir Baffinslandi - hefur síðan farið yfir Grænland - streymdi þar niður yfir jöklinum norðanverðum og er síðan hingað komið. 

Bláa línan er í 1500 metrum - nánast í hitahvörfunum sjálfum. Þetta er loft ættað frá Írlandi - en hefur síðustu tvo daga hringsólað við Ísland - og neðstur er rauði ferillinn - líka loft frá Bretlandi sem strokið hefur sjávarmál og loks farið að hringsóla við Reykjanes. Af þessu mætti e.t.v. ráða að mistrið sé að minnsta kosti þríþætt - kannski eitthvað frá Bretlandi (eða meginlandinu), eitthvað úr eldgosinu og síðan að hluta til vatn sem þést hefur á mengunarefnunum. Kannski er eitthvað ryk af hálendi eða söndum landsins líka í súpunni. Ekki hefur ritstjórinn glóru um hlutfall þessara þátta í mistrinu. 

Hann veit það hins vegar af fyrri reynslu að þó gosið á Reykjanesskaga sé lítið - og mengun kannski ekki mjög mikil, getur það haft furðumikil áhrif á ásýnd himinsins - svo fremi sem vindur sé ekki því meiri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

....Hér er lifandi dæmi um hvað þekking og reynsla eru mikil verðmæti. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2021 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 938
  • Sl. viku: 2326
  • Frá upphafi: 2413760

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2145
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband