Mildur vetur

Íslenska vetrarmisserið var milt að þessu sinni - eins og langoftast á þessari öld. Telst varla til tíðinda lengur. Við lítum eins og oft áður á samanburð við hita fyrri vetra og veljum hitamælingar í Stykkishólmi að þessu sinni.

w-blogg210421

Vetrarhitinn nú er nákvæmlega í meðallagi áranna 2001 til 2020, en -0,1 stigi lægri en meðallag síðustu tíu vetra. Vetrarhiti þessarar aldar hefur verið ótrúlega stöðugur miðað við það sem venjan var (og verður?). Hinn hlýi vetur 2002-2003 sá eini sem sker sig úr. Fyrra hlýskeið, það sem stóð á að giska frá 1923 til 1964 (vetur fóru hlýnandi á undan sumrunum og vetrarhlýindi stóðu lengur heldur en sumarhlýindin) sker sig úr, en hiti þá var áberandi breytilegri heldur en verið hefur á því núverandi. Veturinn 1950 til 1951 var þannig fullt eins kaldur og vetur hafísáranna - en ekki boðaði það skyndilega breytingu. 

Eins og sjá má á línuritinu er aldrei á vísan að róa. Veturinn 1879 til 1880 var einn sá hlýjasti á 19.öld, en sá næsti á eftir, 1880 til 1881, varð sá langkaldasti. Töldu menn að þá hefði fullhefnt verið fyrir blíðuna árið áður (en harðindin héldu bara áfram).

Ritstjóri hungurdiska óskar dyggum lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir áhuga og hlýjar kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia
  • w-blogg261224d
  • w-blogg261224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 812
  • Sl. viku: 3012
  • Frá upphafi: 2423861

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2740
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband