Nóvemberhiti á landsvísu

Að vanda látum við Veðurstofuna um uppgjör mánaðarins en getum þess hér að mánuðurinn var á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára (-0,1 stigi undir því) og líka nærri meðallagi áranna 1991 til 2020. 

w-blogg301120a

Súlurnar á myndinni sýna meðalhita einstakra nóvembermánaða í byggðum landsins aftur til 1874 - fyrir þann tíma (gráa svæðið) voru veðurstöðvar fullfáar til að meðaltalið geti talist áreiðanlegt. Nóvember nú var örlítið hlýrri heldur en sá í fyrra (að vísu var þá töluverður munur milli landshluta - meiri en nú). Varla er hægt að segja að kaldur nóvember hafi komið síðan 1996 - en þá fór reyndar mjög vel með veður lengst af og kuldinn fór framhjá mörgum. Það átti hins vegar ekki við um marga kalda nóvembermánuði tímabilsins frá 1963 og 20 árin rúm þar á eftir. Var það tímabil mikil viðbrigði eftir mikil hausthlýindi árin þar á undan. Ritstjórann rámar í tal um slík viðbrigði haustið 1963 - en veturinn þar á eftir varð hins vegar afbrigðilega hlýr hér á landi. 

Við skulum líka líta á alþjóðahaustið - sem við getum kallað svo. Það eru mánuðirnir september til nóvember saman, haust Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Veðurstofan telur september hins vegar með sumrinu í uppgjörum sínum - eins og er að flestu leyti skynsamlegt. 

w-blogg301120b

Það er sama - meðalhiti alþjóðahaustsins er svipaður og hann hefur oftast verið síðustu árin og talsvert hlýrri en var flest haust á 7. og 8. áratugnum - en skortir nokkuð á að vera jafnhlýtt og 2016 og nokkur haust í kringum 1960 og á fimmta áratugnum. Hlýjast var haustin 1941, 1959, 1945 og 2016, en á þessari öld var kaldast 2005, en á öllu tímabilinu var það 1917. Tímabilaskiptingin vekur athygli sem fyrr. Hausthiti segir harla lítið (ekki neitt) um vetrarhitann.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband