Forvitnilegt lágmark

Það vakti athygli ritstjóra hungurdiska að lægsta sólarhringslágmark í byggð á landinu í gær (miðvikudag 7.október) mældist á Önundarhorni undir Eyjafjöllum, -2,2 stig. Aðstæður voru þannig að skýjað var um mestallt land - nema á svæði um landið sunnanvert og þar með undir Eyjafjöllum. Varmageislunarjafnvægi næturinnar var þar því heldur óhagstæðara en annars staðar. 

Þá lá auðvitað beint við að spyrja hvort þetta hefði gerst áður. Stöðin í Önundarhorni hefur verið starfrækt frá árinu 2010. Svarið kom um leið og spurt var - þetta hefur gerst átta sinnum áður á þessu tímabili (og nú í 9 sinn). Þrisvar í febrúar, einu sinni í júní, tvisvar í ágúst, tvisvar í október og einu sinni í nóvember. Langt í frá einstakt sum sé.

Stöðvar eru að sjálfsögðu missæknar í lægsta lágmarkshita sólarhringsins á landinu. Sé litið á októbermánuð eingöngu er algengast að Möðrudalur hirði lágmarkið (nokkuð í sérflokki), síðan koma Svartárkot, Þingvellir, Brú á Jökuldal og Mývatn. Sunnanlands má nefna Kálfhól á Skeiðum, Skaftafell, Þykkvabæ og Árnes. 

Frá því að sjálfvirku stöðvarnar voru settar upp hafa 68 þeirra náð lægsta sólahringslágmarki dagsins í október - hugsanlega leynast einhverjar villur í listanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 2508
  • Frá upphafi: 2434618

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2228
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband