18.9.2020 | 22:29
Nokkur órói
Nokkur órói er í kortunum þessa dagana. Vestanstrengurinn í háloftunum yfir landinu er með sterkasta móti miðað við árstíma - og vel má vera að það kólni nokkuð rækilega upp úr helginni. En töluverð óvissa er þó í spánum. Lægð fer norðaustur Grænlandssund á morgun (laugardag 19.) og síðan á önnur að fara yfir landið norðvestanvert síðdegis á sunnudag. Eitthvað hring hefur verið í gangi í spám með þá lægð. Nýjasta spá evrópureiknimiðstöðvarinnar gerir heldur minna úr henni heldur en þær fyrri (hátt í 20 hPa grynnri heldur en hún var í síðustu spá). Svona hring er auðvitað óþægilegt með afbrigðum en má ekki verða til þess að slakað sé á athyglinni - næsta spá sýnir e.t.v. eitthvað allt annað.
Myndin sýnir norðurhvelsstöðuna í 500 hPa-fletinum síðdegis á sunnudag (20.september).
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, af legu þeirra má ráða vindstyrk og stefnu. Þær eru mjög þéttar yfir Íslandi og má því lítið út af bregða með vind. Litir sýna þykktina, en hún segir af hitafari í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Jafnþykktarlínur eru þéttar við Ísland (stutt á milli lita) - en við sjáum hlýja bylgju sem fylgir sunnudagslægðinni yfir landinu - hlýtt loft rís inn í háloftastrenginn. Misgengi þykktar- og jafnhæðarlína býr til lægðina.
Fyrir vestan og norðan er nokkuð kalt loft - forboði haustsins. Við megum taka eftir því að 500 hPa-flöturinn er mjög flatur í kuldanum - kannski ekki mikla orku þangað að sækja fyrir lægðakerfin - frekar að aðsókn hlýinda að sunnan skerpi á þeim. En þetta loft er samt kalt og spár telja nú líklegt að það leiti suður til okkar upp úr helginni - trúlega með nokkrum vindi um tíma - og þá kólnar auðvitað. Kannski koma fáeinir dagar sem verða í kaldara lagi miðað við árstíma.
En síðan vitum við ekki hvað sækir að - sjórinn í kringum landið hitar kalda loftið að neðan - og þá myndast alls konar smáhroði - jafnvel éljabakkar - ætti ekki að koma okkur sérlega á óvart. En ætli hitinn mjakist ekki síðan upp aftur.
Á kortinu má einnig sjá tvo fellibylji. Annar, Teddy, er mjög öflugur - töluverð óvissa er með nákvæma braut hans - í augnablikinu virðist kerfið stefna á austurströnd Kanada. Hinn fellibylurinn er veigaminni - en samt nokkuð alvarlegur. Fellibyljastafrófið er á enda runnið (W er sá síðasti en - þá er farið í það gríska. Bókstafnum Alfa var til einskis eytt (í hálfgerða dellu finnst ritstjóranum - en það er bara hans skoðun). Tilfinningin er sú að þetta nafnakerfi sé einhvern veginn að ganga sér til húðar. - En Beta er samt alvöru og gæti valdið töluverðum usla - þó á þessari stundu sé engan veginn útséð með það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 913
- Sl. sólarhring: 1115
- Sl. viku: 3303
- Frá upphafi: 2426335
Annað
- Innlit í dag: 813
- Innlit sl. viku: 2969
- Gestir í dag: 795
- IP-tölur í dag: 732
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti.
Þann 14.09.20 skrifar þú um græna sól. Hvar má lesa nánar um það?
Mbk., Guðmundur
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 25.9.2020 kl. 14:25
Það er minnst lauslega á þetta tilvik í þessum pistli hér: https://trj.blog.is/blog/trj/entry/2252333/
Trausti Jónsson, 25.9.2020 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.