Smávegis af ágúst

Kortið hér að neðan sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik í nýliðnum ágústmánuði (litir). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og vik hennar segja því til um það hversu hlýtt (eða kalt) hefur verið.

w-blogg030920a

Gulu litirnir sýna svæði þar sem þykktarvikið var meira en 10 metrar. Mesta vik yfir landinu er rétt tæpir 40 metrar og samsvarar það því að hiti (í neðri hluta veðrahvolfs) hafi verið um 2 stig yfir meðallagi (1981 til 2010). Þetta var hlýr ágúst á stórum hluta þess svæðis sem kortið sýnir - hlýjast þó yfir Hudsonsundi norður af Labrador, þar var þykktarvikið meira en 60 metrar. Vik sem þessi teljast þó varla óvenjuleg - enda felur þetta meðaltal nokkuð misjafnt veðurlag fyrri og síðari hluta mánaðarins. 

Háloftavindar við landið voru ekki fjarri meðallagi að styrk og stefnu - bæði vestan- og sunnanátt þó lítillega yfir því - enda lengst af daufari tíð syðra heldur en um landið norðan- og austanvert. 

Þökkum BP fyrir kortagerðina að vanda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 183
  • Sl. sólarhring: 412
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 2350744

Annað

  • Innlit í dag: 166
  • Innlit sl. viku: 1794
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband