1.9.2020 | 20:33
Hiti á landsvísu í júní til ágúst
Alþjóðaveðurfræðistofnunin skilgreinir mánuðina júní til ágúst sem sumar á norðurhveli jarðar. Hér á landi viljum við helst telja september með líka. En lítum samt á alþjóðaútgáfuna.
Meðalhiti reiknast 9,8 stig. Það er nákvæmlega í meðallagi síðustu tíu ára, og 0,1 stigi ofan meðallagsins 1991 til 2020. Aftur á móti 0,9 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og 0,3 stigum ofan við meðaltalið forna 1931 til 1960.
Myndin sýnir meðalhita sumarsins nærri 150 ár aftur í tímann - ekki mikið að treysta á landsmeðaltal fyrir þann tíma (þó við vitum um allmikið um hitafar þá). Svo sýnist sem allt sé á uppleið - en munum þó að leitni segir ein og sér nákvæmlega ekkert um framtíðina. Á tímabilinu 1951 til 1991 voru aðeins þrjú sumur jafnhlý eða hlýrri heldur en 2020 - en á þessari öld lendir það í 11.hlýjasta sæti - af því má ráða hversu mikið samkeppnin hefur harðnað.
Lítum í leiðinni á röðunarstöðu hita í ágústmánuði.
Eftir kalda dumbungsbyrjun á landinu suðvestanverðu snerist til betri vegar og lyftist þá hitinn upp eftir listanum - norðaustan- og austanlands héldust hlýindi lengst af.
Að tiltölu varð hlýjast á Austurlandi að Glettingi, þetta er þriðjihlýjasti ágústmánuður aldarinnar þar og sá fjórðihlýjasti á Norðausturlandi. Kaldast (að tiltölu) varð á Suðausturlandi, hiti þar í 13.hlýjasta sæti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 63
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 2510
- Frá upphafi: 2434620
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 2230
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Er eitthvað að marka þessa þrumuspá frá Evrópsku Veðurstofunni, nú hef ég farið inn á þessa meðfylgjandi síðu nokkrum sinnum á dag í nokkur ár og ég man ekki eftir að hafa séð svona stóran og þéttann flekk yfir landinu.
Eru þið að sjá þetta í ykkar líkönum?
https://www.windy.com/-Thunderstorms-thunder?thunder,2020-09-07-00,66.956,-19.973,5
Siggi (IP-tala skráð) 1.9.2020 kl. 23:31
Strangt tekið er þetta ekki þrumuspá - heldur er verið að spá svonefndu veltimætti loftsins. Tengsl eru oft á milli þess og þrumuveðra - en ekki endilega. Veltimætti getur stundum verið allmikið þótt engar eða litlar líkur séu á þrumuveðri, t.d. var það allmikið í dag (þriðjudag) - en engra eldinga varð vart. Síðan er þetta 6 daga spá - ein af mörgum tugum sem í dag spáðu fyrir þennan dag - og sú eina sem sýnir viðlíka vont veður.
En það er ekki þar með sagt að spáin geti ekki ræst - það gæti orðið vont veður - jafnvel með þrumuveðri. Spár evrópureiknimiðstöðvarinnar eru að jafnaði áreiðanlegastar - en samt ekki alltaf réttar. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur.
Trausti Jónsson, 2.9.2020 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.