Sumardagafjöldi 2020

Ritstjóri hungurdiska skilgreinir sumardaga og telur þá. Lesa má um skilgreininguna í eldri pistlum. Í Reykjavík hafa langflestir sumardagar ársins skilað sér í lok ágúst - meðaltalið er aðeins tveir til þrír dagar í september (hafa þó orðið ellefu þegar mest var). 

w-blogg010920-rvk

Í ár eru sumardagar í Reykjavík til þessa orðnir 21 (1 fleiri heldur en langtímameðaltal 70 ára segir), en 12 dögum færri en að meðallagi á þessari öld. Þrjú sumur á öldinni hafa skilað færri sumardögum heldur en þetta, 2001, 2013 og 2018. Komi sumardagar í september fer fjöldinn nú einnig yfir 2002 og jafnvel 2005 líka. Langflestir urðu sumardagarnir í Reykjavík 2010, 2011 og 2012. Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (í fyrra voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una.

w-blogg010920-ak

Á Akureyri eru sumardagarnir nú orðnir 49 - 3 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Að auki bætast að jafnaði um fjórir í september (en þar er auðvitað ekki á vísan að róa). Þó sumardagarnir hafi verið flestir á Akureyri 1955 og 1976 (mikil rigningasumur syðra) er meðalfjöldi á þessari öld samt 6 dögum meiri heldur en langtímameðaltalið segir til um. Það eru aðeins tvö ár á þessari öld sem skiluðu frekar fáum dögum, 2011 og 2015. 

Eftir nokkra daga lítum við svo á sumareinkunn hungurdiska (enn er beðið eftir lokatölum ágústmánaðar). Talsvert samhengi er á milli mælitalnanna tveggja þannig að líklegt er að einkunnin í Reykjavík verði lægri en hún hefur oftast verið á öldinni - en við sjáum til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband