Árin 1846 til 1860 - inngangur

Í samantekt hungurdiska um veður og tíðarfar áranna 1749 til 1924 er nú komið að árunum 1846 til 1860. Væntanlega mun taka nokkra mánuði að afgreiða þau. Hér lítum við mjög lauslega á hitafar þessara ára. Hægt er að halda því fram að eins konar hlýskeið hafi ríkt hér á landi frá því um eða upp úr 1820 og fram á miðjan sjötta áratug aldarinnar. Þetta hlýskeið er það fyrsta af þremur sem við þekkjum frá því mælingar hófust. Biðin eftir næsta hlýskeiði á eftir varð mjög löng - það hófst ekki fyrr en um og upp úr 1920 - þó að vísu megi segja að verstu kuldarnir væru hjá upp úr 1890. Þriðja hlýskeiðið hófst síðan um síðustu aldamót og stendur enn.

Nítjándualdarhlýskeiðið sem við nefnum svo var þó bæði kaldara og slitnara heldur en síðari skeiðin tvö. Munar að líkum mest um það að mun meiri hafís var í norðurhöfum heldur en síðar varð. Það þýddi að norðlægar áttir voru (þegar þær gerði á annað borð) mun kaldari heldur en norðanáttir hinna hlýskeiðanna tveggja. Á því hlýskeiði sem við nú upplifum er það einmitt norðanáttin sem hefur hlýnað mest - langt er í hafískuldann. Sunnan- og suðvestanáttir hafa hlýnað mun minna. Um þetta hefur verið fjallað hér á hungurdiskum - og verður trúlega gefinn frekari gaumur síðar. 

Það var sumsé þannig að þrátt fyrir nokkuð hagstæða tíð þessa gamla hlýskeiðs komu inn á milli bæði afspyrnukaldir mánuðir og jafnvel árstíðir og ár sem spilltu ásýnd þess. Það er auðvitað varla hægt að segja nákvæmlega hvenær því lauk, hvort það gerist strax 1855 - eða tveimur eða þremur árum síðar er ekki gott að segja - enda skiptir það raunar engu. 

ar_1845-61-t12

Hér má sjá 12-mánaða keðjumeðaltöl hita í Stykkishólmi á árunum 1845 til 1861. Það einkennist af gríðarlegum sveiflum - allt frá hinu mjög svo sérstaka og hlýja ári 1847 yfir í árið illa 1859. Fyrra árið er eitt allrahlýjasta ár 19.aldar, ásamt hugsanlega 1828. Hlýindin 1880 sem voru jafnvel meiri hittu ekki eins vel í almanaksárið. 

Eins og við sjáum á myndinni eru hlýindi sem þessi bara á við meðalár í núverandi hlýskeiði.Rauða línan þvert yfir myndina sýnir meðalhita síðustu tíu ára. Það er aðallega einn gríðarkaldur mánuður sem sá um að draga hitann árið 1848 niður á við - og sama má segja um lágmarkið sem sjá má árið 1855. Bláa línan sýnir meðalhita áranna 1861 til 1875 og sú svarta „kalda meðaltalið“ 1961 til 1990. 

Af þessari einföldu mynd getum við ráðið að við eigum eftir að sjá tíð hrósað mjög - og sömuleiðis kveinað undan henni þegar við litum á fréttir af tíðarfari einstakra ára. 

Rauða strikalínan sýnir 12-mánaða keðju loftþrýstings. Á þessum tíma eru nokkrir merkir há- og lágþrýstimánuðir, en almennt er þrýstifar ekki mjög afbrigðilegt lengi í senn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 296
  • Sl. sólarhring: 443
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 2410960

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 2335
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband