5.7.2020 | 20:59
Kaldasta svæði norðurhvels
Þannig hagar til um þessar mundir að kaldasta loft norðurhvels hefur sest að í námunda við okkur. Kannski hefur aðsókn hlýinda frá Síberíu hrakið það hingað. Við erum þó fremur heppin - alla vega enn sem komið er. Allrakaldasta loftið er vel fyrir austan land og þeir stríðu vindar sem því fylgja eru einnig fjarri okkur - alla vega í bili.
Heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins eins og evrópureiknimiðstöðin spáir henni síðdegis á morgun, mánudag. Af línunum má ráða vindstefnu og vindhraða. Hér við land er áttin norðvestlæg - við erum á mörkum niðurstreymis austan við Grænland og norðanstrengs austan þess - heldur kalt er í honum og hann snertir landið norðaustanvert.
Litirnir sýna þykktina, en hún mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs. Við vildum helst vera í gulu litunum á þessum tíma árs - en nokkuð langt er í þá - en það er þó ljósasti græni liturinn sem þekur mestallt Ísland - það er ekki svo slæmt. Lítill, dökkgrænn blettur er hins vegar rétt vestan Noregs - og vill svo til að það er kaldasti blettur á öllu Norðurhveli á morgun (litlu hlýrra er þó vestan Grænlands).
Aðalhringrásin á hvelinu er mjög veikburða (stóri punktalínuhringurinn) - eins og algengt er á þessum tíma árs. Aftur á móti er öflugri hringrás mörkuð með minni punktalínuhring. Mestallur kuldi norðurhvels hefur safnast saman innan hans og þar sunnan við eru stríðir háloftavindar úr vestri - óvenjustríðir miðað við árstíma - og senda illviðri inn yfir Bretlandseyjar, Norðursjó og mestalla Skandinavíu. Á þeim slóðum er veður því með hryssingslegasta móti þessa dagana.
Það þarf að minnsta kosti fáeina daga til að breyta þessari meginstöðu. Það getur gerst á ýmsa vegu - t.d. gæti kuldapollurinn vestan Grænlands styrkt sig í sessi og snúið vindátt hér á landi - kannski kemur hlýtt loft langt úr suðvestri inn í hringinn - eða eitthvað annað.
Í veðurlagi sem þessu í júlí er sólin dugleg að deginum og nær hitanum furðuvel upp - en kalt er að jafnaði að nóttu. Þar sem skýjað er er harla svalt í veðri - jafnvel um miðjan dag. Lágmarksdægurmet falla frekar en hámarksmet - og meira að segja hafa fáein júlístöðvalágmarksmet fallið undanfarna daga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 125
- Sl. sólarhring: 249
- Sl. viku: 1090
- Frá upphafi: 2420974
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 964
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 111
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.