1.7.2020 | 17:06
Meira af júní
Júní var óvenjuhlýr víða í Skandinavíu, á landsvísu sá næsthlýjasti í Noregi (aðeins 1953 var hlýrri) og víða þar í landi var mánuðurinn sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Þessi afbrigði koma vel fram á þykktarvikakorti evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnþykktarlínur strikaðar (mjög daufar) og þykktarvik eru lituð. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Þykktarvikin yfir Noregi eru sérlega stór, meir en 90 metrar, jafngildir það meir en 4 stiga viki - enda var vik frá meðaltalinu 1961 til 1990 +4,8 stig í Þrándheimi (kortið miðar við 1981 til 2010).
Eins og kom fram hér á hungurdiskum í gær var júní einnig hlýr hér á landi - þó ekki væru þau hlýindi afbrigðileg á neinn hátt. Við getum séð að fremur svalt hefur verið í Baskalandi og Frakklandi sunnanverðu - og sömuleiðis á Vestur-Grænlandi, ekki eru neikvæðu vikin á þessum slóðum þó stór.
Sunnanáttin í háloftunum var ívið yfir meðallagi júnímánaðar hér á landi - og því var tiltölulega hlýrra norðaustanlands heldur en á Suðvesturlandi.
Meðalhiti í Reykjavík var 10,2 stig (bíðum þó hins opinbera stimpils). Á þessari öld hefur meðalhiti oftast verið ofan 10 stiga í júní, en við sem eldri erum munum vel að það gerðist aldrei á árunum 1967 til 1997. Á Akureyri var meðalhiti nú rúmlega 11 stig, í 10. til 11. hlýjasta sæti frá upphafi samfelldra mælinga þar 1881.
Nú hefur orðið mikil breyting í Skandinavíu, þar í gær alveg sérlega djúp lægð yfir Finnland miðað við árstíma. Finnska veðurstofan þurfti að gefa út rauða vindviðvörun á ákveðnum svæðum. Útlitið er ekki sérlega gott þar um slóðir næstu daga. Óvenjukalt loft - miðað við árstíma er á ferð austan við Ísland og ef trúa má spám mun það verða viðloðandi þar næstu daga - jafnvel lengur. Eitthvað teygir þetta kalda loft sig í átt til okkar - en vonandi sleppum við þó að mestu leyti. Það verður hins vegar áfram spennandi að fylgjast með lægðaganginum yfir Skandinavíu - hvort þrýstingur fer þar aftur niður fyrir 980 hPa eins og hann gerði í gær. Það er ekki algengt eftir Jónsmessu.
Bolli Pálmason gerði kortin.
Kortið sýnir þykktarvikin næstu 10 daga - eins og evrópureiknimiðstöðin spáir að þau muni verða.
Þetta eru gríðarleg umskipti, en miklu minni hér á landi heldur en fyrir austan land. Eins og sjá má er hitavikið við Þrændalög hátt í -6 stig, en verður samt varla svo mikið á veðurstöðvunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 50
- Sl. sólarhring: 224
- Sl. viku: 1015
- Frá upphafi: 2420899
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 892
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.