14.6.2020 | 20:02
Af hitafari á Vestur-Grænlandi - og fleiru
Lesendur hungurdiska kannast vonandi orðið vel við hitasveiflur síðustu 200 ára eða svo á Íslandi. Við lítum nú til Vestur-Grænlands. Mælt hefur verið í Nuuk (Godthaab) nokkurn veginn samfellt frá 1866 en eldri mælingar á fáeinum stöðvum hafa verið notaðar til að giska á eldri tölur - á svipaðan hátt og giskað hefur verið á hita í Stykkishólmi fyrir 1846. Ekki hefur þó enn tekist að búa til samfellda röð lengra aftur en til ársins 1840 - eldri tölur eru á stangli.
Myndin sýnir þessa samsuðu. Hún fylgir röðinni frá Nuuk í aðalatriðum - sveiflur eru þær sömu. Súlurnar sýna einstök ár en rauða línan er 7-ára keðjumeðaltal - [sú tímalengd er alltaf í nokkru uppáhaldi hjá ritstjóra hungurdiska]. Á 19.öld vekur kannski helst athygli okkar hér að 8.áratugurinn er áberandi hlýrri heldur en sá 9. - og mesti kuldinn á þeim 7. ekki eins langvinnur og hér á landi. Þó er kaldasta árið 1863.
Það hlýnaði hægt og bítandi undir lok 19. aldar og fyrstu 2 áratugi þeirrar 20. - rétt eins og hér á landi og eftir 1920 hlýnaði snögglega - líka eins og hér á landi. Eftir 1947 fóru hlýindin aðeins að gefa sig - ekki ósvipað og hér á landi líka. Hér á landi kólnaði strax 1965 og 1966 - en ívið síðar á Vestur-Grænlandi (sem ekki frétti strax af auknum hafís austan Grænlands) - en skömmu síðar kólnaði verulega þar líka. Kuldaskeiðið nýja stóð svo ámóta lengi á Grænlandi og hér - en sá var munurinn þó að síðasti þriðjungur þess - sem var heldur hlýrri hér á landi en þeir tveir fyrstu - var kaldastur, þá komu fjölmörg afskaplega köld ár í röð á Vestur-Grænlandi. Kaldasta árið í syrpunni var þó 1983 - í öðrum þriðjungi kuldaskeiðsins.
Um aldamótin hlýnaði verulega - hlýindin hafa heldur gefið eftir allra síðustu árin. Árið 2015 var t.d. nokkuð kalt - en árið 2010 sker sig úr hvað hlýindi varðar - enda ótrúlega ruglað ár á flestan hátt.
Við skulum nú bera 7-árasveiflur í Nuuk og í Stykkishólmi saman - og skjóta Englandi inn í líka.
Hér er hiti í Nuuk á vinstri kvarða - og ferill blár, en hiti í Stykkishólmi á þeim hægri og ferill rauður. Hér má glöggt sjá að stærstu sveiflurnar eru í aðalatriðum samtíma - hliðrast í mesta lagi til um 2 til 3 ár - en nokkuð sitt á hvað. Athugið að það munar 5 stigum á kvörðunum. Sveiflurnar í Nuuk eru heldur stærri. Hlýindin um 1930 eru að tiltölu enn meiri þar en í Hólminum og kuldinn á síðasta þriðjungi kuldaskeiðsins síðasta miklu meiri. Núverandi hlýindi hafa ekkert gefið sig enn í Hólminum - en varðandi Grænland er rétt að hafa í huga að vægi ársins 2010 eins og sér er mikið - um leið og það datt út úr 7-ára keðjunni datt meðaltalið niður.
Af myndinni sjáum við glögglega að Ísland og Grænland eru nágrannar í veðrakerfi heimsins.
Hér sjáum við sama feril fyrir Stykkishólm (rautt - hægri kvarði) - en á vinstri kvarða (blár ferill) er hiti á Mið-Englandi. Hér munar 6 stigum á kvörðunum tveimur. Samræmi er ekki sérlega mikið - jú, 20.aldarhlýskeiðsins gætir aðeins á Englandi, en ekki líkt því eins og hér (og á Grænlandi). Hlýindin á síðustu áratugum eru einstök á Englandi - og þar fór að hlýna heldur fyrr en hér - en hér munar enn ekki mjög miklu á núverandi hlýskeiði og því fyrra.
Hlýindi síðustu áratuga einskorða sig ekki við norðurslóðir við Atlantshaf - eins og 20.aldarhlýskeiðið - þau eru miklu víðtækari.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 19
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 984
- Frá upphafi: 2420868
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mjög áhugavert.
Gæti verið að það sé einhver tímahliðrun á milli þessara staða ? Og þá vegna smá breytinga á hafstraumum sem gætu tekið ákveðin ár að eiga sér stað. Sérstaklega þegar kemur að löndum eins og Bretlandi (og þá mögulega vestur Evrópu).
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.6.2020 kl. 10:13
Athyglisvert þetta sem Trausti segir um Grænland (Nuuk):
"hlýindin hafa heldur gefið eftir allra síðustu árin. Árið 2015 var t.d. nokkuð kalt".
Ég man ekki til þess að hann hafi nokkurn tímann sagt það sama um Ísland, þrátt fyrir að nákvæmlega það sama hafi gerst hér á landi, a.m.k. hér á suðvesturhorninu. Ef mig misminnir væri fróðlegt að sjá tilvísun í umfjöllun um þetta hjá meistaranum.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 15.6.2020 kl. 15:25
Björn - hliðranir eru tilviljanakenndar og á báða bóga. Torfi - það hefur ekki enn borið á neinni kólnun hér á landi - ekkert kalt ár komið í nærri 25 ár. Það kemur sjálfsagt - og þess verður þá getið.
Trausti Jónsson, 15.6.2020 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.