Hlýtt loft stuggar viđ köldu

Tunga af hlýju lofti sem skaut sér norđur undir Grćnland pikkar í kuldann á norđurslóđum ţannig ađ hann hrekkur til og hluti hans leitar til suđurs - ađallega fyrir austan Ísland ţó - ryđst síđan suđur til Bretlandseyja og jafnvel suđur á meginland Evrópu.

w-blogg040620a

Kortiđ gildir nú á miđnćtti (miđvikudagskvöld 3.júní) og sýnir hćđ 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og ţykktina (litir) en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Breiđur geiri af hlýju lofti liggur til norđurs austan Nýfundnalands - fer upp ađ Suđur-Grćnlandi, sveigir ţar snöggt til austurs - myndar bylgju hlémegin jökulsins. Hitinn nćr ţar hámarki í niđurstreymi - ţykktin fer upp í 5650 metra, gerist vart mikiđ meiri í fyrri hluta júnímánađar. Stríđur vindstrengur (ţéttar jafnhćđarlínur) er yfir Íslandi - mátti sjá hann á skýjum undir kvöld. 

Hlýi bletturinn er ţó ađ mestu negldur fastur nćrri Grćnlandi - ţar er niđurstreymiđ langmest - en minna annars stađar. Ţegar bylgjan dofnar lćkkar hitinn. Ţetta loft kemur hreyfingu á nokkuđ öflugan kuldapoll viđ norđurjađar kortsins. Ţar er ţykktin innan viđ 5100 metrar á bletti. Ţetta kalda loft hrekst til suđurs - austan viđ framsókn hlýja loftsins og fer yfir Ísland á morgun, fimmtudag. Mesti háloftakuldinn nćr ţó ekki til okkar og ţađ sem hingađ kemur af honum fer fljótt hjá. En kuldi verđur ţó viđlođandi í neđstu lögum nćstu daga á eftir.

Ţykktin yfir landinu fer ţó varla mikiđ niđur fyrir 5240 metra - ekki gott í júní en langt í frá einstakt. Metiđ er í kringum 5170 metrar - nokkrum stigum kaldara. 

Svo er harla óljóst hvađ gerist nćst - helst er reiknađ međ leiđinlegri ađsókn úr vestri framan af nćstu viku og eftir ţađ eru spár algjörlega í lausu lofti - allt frá skítakulda og trekki yfir í veruleg hlýindi. Ţađ verđur bara ađ sýna sig ţegar nćr dregur hvađ úr verđur - međalmođiđ kannski líklegast. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 19
 • Sl. sólarhring: 467
 • Sl. viku: 2261
 • Frá upphafi: 2348488

Annađ

 • Innlit í dag: 17
 • Innlit sl. viku: 1980
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband