Enn af apríl

Aprílmánuður 2020 var hlýr í háloftunum yfir landinu - þrátt fyrir kuldalega byrjun.Hér að neðan má sjá meðalhæð 500 hPa-flatarins, þykktarinnar og þykktarvik í mánuðinum. 

w-blogg030520a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - við sjáum að veikur hæðarhryggur var yfir landinu. Daufar strikalínur sýna meðalþykktina - hún var 5322 metrar yfir miðju landinu, um 40 metrum meiri en að meðallagi 1981 til 2010. Hiti í neðri hluta veðrahvolfs því um 2 stigum ofan meðallags þessara ára. Meðalhiti í byggðum landsins í apríl var 2,8 stig og er það um +1,0 stigum ofan meðallags sömu ára. Háloftahlýindin hafa ekki notið sín til fulls (þau gera það sjaldan alveg). 

Eins og oft hefur verið minnst á á þessum vettvangi áður styttist í að meðaltalinu 1961 til 1990 verði lagt endanlega og nýtt tekið upp sem þá nær til áranna 1991 til 2020. Athyglisvert verður að bera þessi tvö tímabil saman. Við sjáum í mánaðauppgjörum norsku og dönsku veðurstofanna að þær eru þegar farnar að gera það hvað hita varðar og úrkomu líka (að hluta til). Svo vill til að mesta vetrarhlýnunarþrepið var stigið í þessum löndum rétt fyrir 1990, en ekki fyrr en rúmum áratug síðar hér á landi. Þannig er hlýnun milli aprílmánaða tímabilanna tveggja talsvert meiri í bæði Noregi og Danmörku heldur en hér (um +1,5 stig þar, en +0,8 stig hér). Tölur hér (fyrir byggðir landsins) eru nú +1,4 stig fyrir janúar, +1,2 stig fyrir febrúar, +1,0 stig fyrir mars og +0,8 stig fyrir apríl (eins og áður sagði). Ætli maíhlýnunin verði ekki um +0,6 stig. Þetta eru allt stórar tölur á 30 árum - en segja að sjálfsögðu ekkert um framtíðina. Við lítum vonandi betur á þær síðar. 

Bolli Pálmason bjó til kortið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 395
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 2789
  • Frá upphafi: 2411415

Annað

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 2400
  • Gestir í dag: 307
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband