18.4.2020 | 17:41
Gamall pistill um Grænland
Þeir sem liggja mikið yfir gervihnattamyndum reka sig fljótt á að oftast er auðvelt að finna Grænland - þó skýjasúpa liggi gjarnan yfir Íslandi og umhverfi. Á síðustu árum er að vísu búið að útbía flestar þær myndir sem á borð eru bornar með útlínum landa, breiddar- og lengdarbaugum þannig að sérstaða Grænlands er nú kannski ekki alveg jafn augsýnileg og var á þeim árum sem ritstjóri hungurdiska þurfti vegna starfa sinna sem mest að rýna í myndirnar.
En hvað um það. Árið 1988 birtist grein með nafninu Sunny Greenland í riti breska veðurfræðifélagsins [Quarterly Journal of the Royal Meteorological Society]. Höfundur var Richard S. Scorer, mjög þekktur maður í faginu og höfundur kennslubóka og fjölda greina. Kom reyndar hingað til lands um þær mundir, var ráðgjafi við kaup á veðursjá - sem síðan var sett upp á Miðnesheiði. Ritstjóri hungurdiska var svo heppinn að fá spjallstund með honum. Aðallega var rætt um gervihnattamyndir og svo umrædda Grænlandsgrein. Afskaplega ánægjuleg stund. Greinin er því miður lokuð almenningi - bakvið greiðslugirðingu. Ritsjórinn er svona eftir á að hyggja e.t.v. ekki alveg sammála öllu sem þar stendur, en eftir situr nafn greinarinnar og sá sannleikur sem í því fellst.
Í samantekt greinarinnar stendur m.a. (í mjög lauslegri þýðingu): Óvíða í heiminum er meira skýjað en á Svalbarða, Íslandi og öðrum svæðum [í nágrenni Grænlands], en aftur á móti er Grænland sólskinsstaður. Ástæður þessa eru ræddar í greininni - stærð landsins, hálendi og síðast en ekki síst viðvarandi niðurstreymi lofts niður eftir jökladölum landsins.
En víkur nú til 12. og 13.aldar. Í norrænu fræðsluriti frá þeim tíma Konungsskuggsjá er furðumikið fjallað um Grænland og ekki nóg með það heldur er líka greinilegt að sá sem skrifar veit vel um hvað hann er að tala. Hefur jafnvel reynt á eigin skinni. Hér verður sjónum aðeins beint að einu atriði - hinu sólríka Grænlandi.
Við notum hér norska uppskrift úr handriti sem gefin var út á prenti í Kristjaníu 1848:
[Þ]að vitni bera flestir Grænalandi, þeir sem þar hafa verið, að kuldinn hefir þar fengit yfrið afl sitt, og svo ber hvervetna vitni á sér landið og hafið, að þar er [gnógt] orðið frostið og meginafl kuldans, því að það er bæði frosið um vetrum og sumrum, og hvorttveggja ísum þakt.
En þar er þú spurðir eftir því, hvort sól skín á Grænalandi, eða verði það nokkuð sinni að þar sé fögur veður, sem í öðrum löndum, þá skaltu það víst vita, að þar eru fögur sólskin, og heldr er þat land veðurgott kallað. En þar skiptist stórum sólargangur, því að þegar sem vetur er, þá er þar nálega allt ein nótt, en þegar er sumar er, þá er nálega sem allt sé einn dagur; og meðan er sól gengur hæst, þá hefir hún ærið afl til skins og bjartleiks, en lítið afl til yljar og hita; en hefir hún þó svo mikið afl, at þar sem jörðin er þíð, þá vermir hún svo landið, at jörðin gefur af sér góð grös og vel ilmandi, ok má fólkið fyrir því vel byggja landið, þar sem það er þítt, en það er afar lítið.
En þar er þú ræddir um veðurleik landsins, að þér þótti það undarlegt, hví það land var veðurgott kallað, þá vil ég það segja þér, hversu því landi er farið. Þeim sinnum er þar kann illviðri að verða, þá verðr það þar með meiri ákefð en í flestum stöðum öðrum, hvorttveggja um hvassleik veðra og um ákefð frosts og snjóa. En oftast halda þar illviðri litla hríð, og er langt í millum að þau koma, og er þá góð veðrátta millum þess, þó að landið sé kalt, og verður því náttúra jökulsins at hann verpur af sér jafnan köldum gust, þeim sem élum hrindur brott af hans andliti, og heldur hann oftast beru höfði yfir sér. En jafnan gjalda hans þó nálægir grannar, því að öll önnur lönd, þau er í nánd honum liggja, þá taka mikil illviðri af honum, og koma þau öll þá á, er hann hrindur af sjálfum sér með köldum blæstri.
SPECULUM REGALE. KONUNGS-SKUGGSJÁ. Christiania 1848 [R. Keyser. P.A. Munch. C.R. Unger], s.45 til 47.
Við skulum til áherslu endurtaka það síðasta:
og verður því náttúra jökulsins at hann verpur af sér jafnan köldum gust, þeim sem élum hrindur brott af hans andliti, og heldur hann oftast beru höfði yfir sér.
Strax og hvíldarstund gefst frá sífelldum lægðagangi hérlendis og um hægist sýna íslenskir jöklar sama eðli. Oft er hreint yfir þeim þó skýjað sé í kring. Þessu veldur hið sama niðurstreymi og verður yfir Grænlandsjökli. Sá stóri er þó svo umfangsmikill að hann getur haft áhrif á lægðirnar sjálfar og þá loftstrauma sem bera þær. Þeir íslensku eru þar ekki hálfdrættingar þó eðlið sé hið sama.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 87
- Sl. sólarhring: 295
- Sl. viku: 2601
- Frá upphafi: 2411521
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 2238
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.