Fyrsti þriðjungur aprílmánaðar

Fyrsti þriðjungur apríl hefur verið kaldur hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík er -0,1 stig, -2,7 stigum neðan meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og -3,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er kaldasta aprílbyrjun á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar árið 2014, meðalhiti þá +6,0 stig. Á langa listanum er hitinn í 120.sæti (af 146). Hlýjast var 1926, meðalhiti +6,6 stig, en kaldast 1886, meðalhiti -4,4 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins -1,8 stig, -3,0 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, og -3,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Þetta er kaldasta aprílbyrjun aldarinnar (20.hlýjasta sæti) á svæðinu frá Mýrdal, vestur og norður um til Stranda og Norðurlands eystra. Á Suðausturlandi er þetta næstkaldasta aprílbyrjun en á Austurlandi, Austfjörðum og á Miðhálendinu sú þriðjakaldasta (18. hlýjasta sæti).

Hiti er langt neðan meðaltals á öllum veðurstöðvum. Miðað við síðustu tíu ár er neikvæða vikið mest við Búrfell (-4,8 stig), en minnst á Steinum undir Eyjafjöllum (-1,9 stig).

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 35,8 mm - vel umfram meðallag, en 31,3 mm á Akureyri, nærri þrefalt meðallag (þó vantar nokkuð upp á met).

Sólskinsstundir hafa mælst 34,6 í Reykjavík, nokkuð undir meðallagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki aðeins kaldasta byrjun aprílmánaðar á öldinni, heldur einnig kaldasta byrjun ársins á þessari öld, a.m.k. hér í höfuðborginni. Kaldari byrjun ársins var síðast 1999. Og yfirleitt þegar árið hefur byrjað svona kalt hefur árshitinn í Rvík lent undir fimm stigum (sem er ansi kalt!).
Það fer sem sé lítið fyrir hnattrænni hlýnun hér á landi þar sem af er árinu, allavega eru það engar hamfarir!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 11.4.2020 kl. 05:48

2 identicon

Eruð þið samstarfsfélagar, þú og Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags, búnir að upplýsa ríkisstjórn Íslands um þróun mála?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2020 kl. 10:40

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ágætu félagar. Svo vill til að ritstjóri hungurdiska fylgist daglega með meðalhita ársins (til þessa) á þremur veðurstöðvum, Reykjavík, Akureyri og Dalatanga. Í Reykjavík er ein ársbyrjun á öldinni til þessa kaldari en nú, það var 2002, meðalhiti þá 0,0 stig. Nú er hann +0,3 stig, sá sami og bæði 2008 og 2015. Á Akureyri hefur árið (til og með 10.apríl) fjórum sinnum á öldinni verið kaldara en nú (2002, 2016, 2008 og 2009). Austur á Dalatanga hefur árið (til 10.apríl) átta sinnum verið kaldara en nú. Hvað gerist afgang ársins er auðvitað fullkomlega óljóst enn - og framtíðin auðvitað jafn óráðin og áður.

Trausti Jónsson, 11.4.2020 kl. 14:55

4 identicon

Þakka skilmerkilegt svar, Trausti. Ég leyfi mér að túlka það svo að svarið sé nei, þið félagar,Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags og þú, eruð m.ö.o. ekki búnir að upplýsa ríkisstjórn Íslands um þróun mála. Hamfarahlýnun af mannavöldum geisar því enn um sinn í Stjórnarráðinu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2020 kl. 16:46

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er ekki lengur mitt mál að upplýsa ríkisstjórnina um eitt eða neitt - nema þá að hún biðji um það sérstaklega (sem er mjög ólíklegt).

Trausti Jónsson, 11.4.2020 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 51
 • Sl. sólarhring: 435
 • Sl. viku: 1815
 • Frá upphafi: 2349328

Annað

 • Innlit í dag: 39
 • Innlit sl. viku: 1631
 • Gestir í dag: 39
 • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband