Meira af mars (enn)

Þegar upp var staðið voru þrýstivik marsmánaðar ekki mjög mikil hér á landi - eins og sjá má á kortinu hér að neðan. 

w-blogg060420a

Þetta felur þó raunveruleikan nokkuð - lengi framan af var þrýstingurinn óvenju lágur, en í síðustu vikunni hins vegar nánast methár. - En svona eru meðaltölin stundum. Heildarvikamynstrið á kortinu er þó það að þrýstingur var í lægra lagi á norðurslóðum í mars, en í hærra lagi suður í höfum. Vestlægar og norðvestlægar áttir báru kalt meginlandsloft út yfir Atlantshaf sunnan Grænlands - og norðanátt var einnig með meira móti austan við Grænland norðaustanvert. 

w-blogg060420b

Á þessu korti sýna heildregnar línur meðalhæð 500 hPa-flatarins, en daufar strikalínur þykktina. Þykktarvik eru sýnd með litum. Á bláu svæðunum var hún neðan meðallags áranna 1991 til 2010, þar var hiti í neðri hluta veðrahvolfs neðan meðallags. Vikin eru mest í vestanstróknum fyrir suðvestan land, og sömuleiðis við Svalbarða, en þar urðu þau tíðindi að hiti var neðan meðallags í fyrsta skipti í ein tíu ár. - Það hlaut að gerast um síðir.

Meðalhæð 500 hPa-flatarins var í neðsta þriðjungi tíðnidreifingar í öllum vetrarmánuðunum fjórum. Við vitum aðeins til að það hafi gerst þrisvar áður, 2015, 1995 og 1920 (fyrir þann tíma eru heimildir óljósar). 

Bolli Pálmason gerði kortin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 171
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 1136
  • Frá upphafi: 2421020

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1001
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband