Næðingur

Þó óvíða sé hvasst á landinu í dag (föstudag 3.apríl) er samt óttalegur næðingur og frost í lofti. Heldur lítið vorlegt. Svo virðist helst sem nokkur átök séu framundan í veðri um helgina. Við látum nánari umfjöllun um þau þó bíða þar til ljósari verða.

w-blogg030420a

Við lítum á gervihnattamynd (af vef Veðurstofunnar) sem tekin er kl.16 í dag. Þar má sjá háskýjakápu yfir landinu. Hún tengist þó ekki beinlínis neinni lægð. Vel má sjá á myndinni að í kápunni er áttin úr vestsuðvestri (eða þar um bil) - en undir henni er vindur af austnorðaustri. Syðst í skýjabakkanum er úrkoma. 

Skýjabakkar sem þessir eru ekki mjög óalgengir. Fyrir tíma tölvuspáa voru þeir sérlega erfiðir viðfangs vegna þess að ekki þarf mikið til að úrkoma nái sér á strik og jafnvel gert hríðarveður - þó slíkt sé aftur á móti ekki algengt. Norðaustanhríðarveður á Suðurlandi voru illviðráðanleg í spáheimi fortíðar. Við vonum að tölvuspár okkar daga séu nægilega góðar til að greina á milli hins algenga og sjaldgæfa þannig að við fáum ekki hríð í hausinn fyrirvaralaust.

w-blogg030420b

Myndin hér að ofan sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum nú síðdegis. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindörvar eru hefðbundnar, en litir sýna hita. Gula punktalínan á að sýna norðvesturjaðar skýjakápunnar. Rýnum við í kortið sjáum við að það er vestsuðvestanátt fyrir sunnan land sem „ber“ rakt loft úr suðri yfir Ísland - ofan á norðaustanátta neðar (hún sést ekki á myndinni), jafnframt þrengir að kalt aðstreymi er í háloftum úr norðvestri - og hlýtt suðurundan. 

Það er óvenjukalt fyrir norðan land, fjólublái liturinn byrjar við -42 stig. Um hádegi í dag var tæplega -40 stiga frost í 500 hPa yfir Keflavík. Aprílmetið er -44 stig, sett í hretinu mikla 1953 (um það hefur verið fjallað á hungurdiskum) og í páskahretinu alræmda 1963 fór frostið mest í -43 stig. 

En þetta skemmtilega (?) veðurkerfi fær ekki mikinn frið til þroska. Neðst á gervihnattamyndinni má sjá mikinn skýjabakka - hann kemur við sögu hér á landi strax á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 120
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 1085
  • Frá upphafi: 2420969

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 959
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband