Skemmtideild evrópureiknimiðstöðarinnar með nýtt atriði

Vikulangar spár (og þaðan af lengri) eru oftast vitlausar og það fer í taugarnar á mörgum að þær skuli yfirleitt vera til umræðu á netinu. Jú, óheppilegt er að flíka slíku - en stundum má samt nota þær til að skemmta sér. Hér á hungurdiskum tölum við um sýningar skemmtideildarinnar í þessu samhengi. Allar reiknimiðstöðvar eiga sínar skemmtideildir. 

Atriði dagsins er tengt kuldapolli í norðurhöfum - kannski sameiginlegum dansi þeirra félaga Stóra-Bola og Síberíu-Blesa. 

w-blogg070320b

Hér er klippa úr norðurhvelsspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á miðnætti næstkomandi föstudagskvöld, 13.mars - eftir 7 daga. Ísland er neðst á myndinni, en norðurskaut rétt ofan við myndarmiðju. Heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins. Lægðin sem örin bendir á er fádæmaöflug - (en ekki til enn nema í iðrum tölvunnar). Miðjuhæðin er 4550 metrar - alveg við met (alla vega síðustu 40 árin rúm). 

Rétt að taka fram að bandaríska veðurstofan er öllu hógværari - er þó með sömu lægð en lægst fer 500 hPa-flöturinn í 4610 metra. Það er sérlega lágt líka - en ekki alveg jafn krassandi. 

Við sjáum vel á myndinni að meginkuldinn (fjólubláu litirnir) hringa sig ekki utan um háloftalægðina - heldur liggja til hliðar við hana. Það þýðir að þetta er ekki stöðugt ástand - þarna er líka óvenjuöflug lægð við sjávarmál - sjálfsagt nærri lágþrýstimeti marsmánaðar yfir Norðuríshafi. 

Þó kalt veður verði ríkjandi næstu daga hér á landi (sé að marka spár) er samt vonandi að þessi ruðningur í norðurhöfum (hver sem hann verður) láti okkur alveg í friði - við megum varla við slíkum ofsóknum til viðbótar á erfiðum vetri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þeir félagarnir Blesi og Boli ekki svolítið nálægt hverjum öðrum þessa stundina? Er ekki óvenjuhlýtt loft yfir meginhluta Rússlands sem hrindir kalda loftinu norðar? Kíkti á einhverjar tölur og sá að meðalhiti í janúnar og febrúar er í methæðum sumsstaðar í því stóra landi og jafnvel hátt í 10 gráðum yfir meðallagi þar sem mest er. Eitthvað svo óraunhæft að maður trúir því varla. Á meðan leika svalir vindar um Ísland, þó ekki jökulkaldir. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 8.3.2020 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1533
  • Frá upphafi: 2348778

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1337
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband