Enn af febrúar

Við lítum nú á þrýstivikakort febrúarmánaðar. Eins og fram hefur komið var sjávarmálsþrýstingur óvenjulágur hér á landi. Mánaðarmeðaltalið í Reykjavík var 981,9 hPa, það sjöttalægsta í febrúar síðustu 200 árin og það lægsta síðan 1997. Munurinn á meðaltali lægstu mánaðanna er svo lítill að hann er ekki marktækur - nema gagnvart allra lægstu tölunni, meðaltali febrúarmánaðar 1990, 976,3 hPa (hefði hann verið 29 dagar eins og sá nýliðni hefði meðalþrýstingur hans orðið 976,7 - samt 5,2 hPa neðar en nú. Hinir þrír eru allir aftur á 19.öld og þekking okkar á mánaðarmeðaltali á þeim tíma getur hæglega skeikað 1 hPa og jafnvel rúmlega það - á hvorn veg sem er. 

w-blogg020320a

Kortið sýnir meðalþrýsting í febrúar (heildregnar línur) og vik frá meðaltali áranna 1991 til 2010 (litir). Þó þetta sé lægsti meðalþrýstingur á landinu í febrúar síðan 1997 (eða 1990) er samt styttra síðan stærri vik sáust í þessum almanaksmánuði a svæðinu. Það var í febrúar 2014 - þá var þrýstingur hér á landi lítillega hærri en nú (marktækt þó) - en enn meiri vik voru fyrir suðaustan land en nú var.

w-blogg020320c

Kortið sýnir stöðuna í febrúar 2014. Fjólublái liturinn var jafnvel enn meiri að útbreiðslu 1990, en 1997 var útbreiðsla hans hér við land svipuð og nú. Þaulreyndir lesendur hungurdiska hafa séð þetta kort áður - það birtist í pistli sem ritaður var 2.mars 2014. Þar var fjallað um óvenjulegan febrúarmánuð. Daginn áður hafði verið fjallað um óvenjuþrálátar austanáttir þá um veturinn. 

Meðalhiti í byggðum landsins var -0,6 stig, -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, febrúar 2016 var heldur kaldari en nú. Sé litið til lengri tíma er hitinn -0,3 stigum neðan meðallags síðustu 30 ára, en +0,2 ofan meðallags áranna 1961 til 1990. Mánuðurinn raðast í 60. hlýjasta sæti í 147-ára röð.

Annars bíðum við uppgjörs Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 2383
  • Frá upphafi: 2434825

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2114
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband