Umhleypingar áfram

Ekkert lát virðist á lægðaganginum. Þær eru að vísu misillskeyttar og nokkrar þær næstu fara kannski að mestu fyrir sunnan land - eða strjúka landið. Lægðin sem kemur að landinu síðdegis á morgun (miðvikudag 19.febrúar) er mjög öflug - en það er dálítið skrýtið að eftir stóru lægðirnar tvær sem plöguðu okkur um og fyrir helgi virðist hún slök - en er það í raun ekki. Okkur þætti hún slæm ef ekki væri fyrir samanburðinn. 

w-blogg1802020a

Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum síðdegis á fimmtudag, þegar þessi lægð verður nokkurn veginn komin hjá. Næsta lægð er svo suður af Hvarfi á Grænlandi á þessu korti. Við sjáum líka kuldapollinn mikla, Stóra-Bola yfir Kanada - hann sýnist ætla að verða aðeins of seinn á sér til að búa til eitthvað mjög stórt úr nýju lægðinni. Sem stendur gera spár því ráð fyrir því að hún renni sína leið rétt fyrir sunnan land - en verði ekki alveg eins öflug og morgundagslægðin. 

Svo heldur þetta bara áfram. Eins og reikningar eru nú þegar þetta er skrifað (á þriðjudagskvöldi 18.febrúar) gæti snjór farið að setjast meir að okkur hér suðvestanlands heldur en verið hefur að undanförnu. Séu þessar spár réttar sýnist svöl vestanátt verða viðloðandi í háloftum eftir að þessar tvær lægðir líða hjá. Það snjóar vestanlands í svalri háloftavestanátt að vetrarlagi - alveg sama þó norðaustanátt sé í sveitum. - Liggi straumar beint af Grænlandi er þó heldur meiri von um bjartara veður. 

En þetta er allt til þess að segja eitthvað - þreyja þorrann og góuna. Eins og venjulega hvetur ritstjóri hungurdiska landsmenn til að fylgjast vel með aðvörunum og spám Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband