15.2.2020 | 21:32
Smáviðbætur varðandi veðrið í gær
Í dag, laugardag 15.febrúar var óvenjudjúp lægð fyrir sunnan landið. Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan sýnir 919 hPa í miðju hennar. Ekki hefur þó frést að neimun mælingum sem staðfesta þetta en veðurlíkön eru orðin það nákvæm að líklega er þessi útreikningur varla mjög fjarri lagi. Breska veðurstofan segir þó 922 hPa - gæti líka verið rétt.
Ritstjóri hungurdiska man aðeins eftir 2 dýpri lægðum á sinni vakt. Við vitum ekki um tíðni svona lágs sjávarmálsþrýstings, trúlega er hann þó tíðari í raun en fyrirliggjandi gögn sýna. - En algengt er þetta ekki. En nú fer hringrás á norðurhveli að tölta vorgötuna - þó löng sé leiðin sú og oftast nær torfarin í byrjun.
Þó lægð gærdagsins (föstudags) væri nokkuð grynnri fylgdi henni mun meiri vindur hér á landi og það svo að á landinu í heild verður veðrið í flokki þeirra sex mestu síðastliðin 20 ár rúm og það mesta frá 7.desember 2015 - en þá gerði ámóta veður. Nokkrum dögum síðar birtist á hungurdiskum riss sem greindi átt og meðalvindhraða hvössustu klukkustunda þessara mestu veðra á tíma sjálfvirku stöðvanna. Við skulum nú bæta veðri gærdagsins á þá mynd.
Á myndinni hefur meðalvigurvindátt veðranna verið reiknuð fyrir hverja klukkustund þegar meðalvindhraði var meiri en 18 m/s.
Lórétti ásinn sýnir stefnuna norður-suður, en sá lárétti austur-vestur. Dagsetningar eru við hverja punktaþyrpingu og tölurnar sýna klukkustundir.
Veðrið sem gekk yfir 16. janúar 1999 var norðanveður - meðalvigurstefna var úr norðnorðaustri - og hélst stöðug allan tímann sem meðalvindur í byggðum landsins var meiri en 18 m/s (frá kl.1 til 8). Norðanveður eru að jafnaði stöðugri en þau sem koma af öðrum áttum.
Næst kom ámóta veður 10. nóvember 2001. Það var eins og sjá má af vestsuðvestri og var verst síðla nætur (frá kl.2 til 8). Vindátt snerist smám saman meira í vestlæga stefnu.
Síðan þurfti að bíða allt til 2008 til þess tíma að klukkustundarmeðalvindhraði í byggð næði aftur 18 m/s. Fjölda illviðra gerði þó í millitíðinni - en voru annað hvort ekki jafnhörð - nú, eða þau náðu ekki sömu útbreiðslu þó jafnhörð væru á hluta landsins. Veðrið 8. febrúar 2008 var úr landsuðri - hallaðist meir til suðurs þegar leið á kvöldið (20 til 23).
Svo var það 14. mars 2015 sem gerði eftirminnilegt veður af suðri, byrjaði af suðsuðaustri, náði hámarki kl.9 - meðalvindhraði þá sjónarmun meiri en í nokkru hinna veðranna.
Veðrið í desember sama ár var svo hið fimmta í röðinni á tímabilinu. Það var af austnorðaustri eða austri - hallaðist meir til austurs eftir því sem á leið (kl.21 til 01 merkt á myndina).
Veðrið gær var afskaplega líkt desemberveðrinu 2015 - vindhraði ámóta, en áttin ívið suðlægari. Veðurharka á hverjum stað er að jafnaði mjög bundin vindátt. Vestanveðrin koma illa niður á öðrum stöðum en austanáttin. Samtals eru veðrin sex búin að koma víða við.
Meðalvindhraði sólarhringsins í byggðum landsins í gær var 15,1 m/s (bráðabirgðaniðurstaða - sjálfvirkar veðurstöðvar - meðalvindhraði á mönnuðum stöðvum var 15,0 m/s). Þetta er mesti sólarhringsmeðalvindhraði síðan 2.nóvember 2012 og sá næstmesti á tíma sjálfvirku stöðvanna. Mestur varð meðalvindhraðinn 16.janúar 1999.
Stormavísir ritstjóra hungurdiska náði tölunni 695 (þúsundustuhlutum), 10-mínútna meðalvindhraði náði 20 m/s á nærri 70 prósentum veðurstöðva í byggð. Frá 1997 hefur hann 8 sinnum orðið jafnhár eða hærri, síðast í desemberveðrinu 2015.
Þrátt fyrir að vera versta veður á Suðurlandsundirlendinu um langt skeið sluppu byggðir á höfuðborgarsvæðinu (að Grundarhverfi á Kjalarnesi og e.t.v. einhverjum stöku stað öðrum undanteknum) frekar vel undan því - alla vega er það langt frá toppsætum á lista sem nær til svæðis frá Korpu og suður í Straumsvík [90. hvassasta klukkustundin frá 1997]. Hvassast var í marsveðrinu 2015, síðan í landssynningsveðri sem ekki kom við sögu hér að ofan, 13.desember 2007. - Minnir okkur á að meðaltöl eru meðaltöl.
[Enn viðbót]
Í þessum rituðu orðum fór þrýstingur niður í 932,3 hPa í Surtsey. Þetta er þriðjalægsta febrúartala sem við þekkjum á landinu, deilir reyndar sætinu með mælingu úr Vestmannaeyjum frá árinu 1903 - en þá var aðeins mælt þrisvar á dag og ótrúlegt að mælingin hafi hitt nákvæmlega á lægstu tölu - hefði verið mælt á klukkustundarfresti - auk þess voru ekki mælingar í Surtsey þá. - Að vísu - og að auki - er ein lág tala til í viðbót - en var þurrkuð út á sínum tíma (önnur saga). En alla vega er þetta lægsti febrúarþrýstingur hér á landi frá 1989 þegar þrýstingur á Stórhöfða mældist 931,9 hPa, en þrýstingur fór niður í 930,2 hPa á Kirkjubæjarklaustri þann 30.desember 2015.
Þá er það hálfur febrúar. Meðalhiti hans í Reykjavík er +0,7 stig, +0,3 stigum ofan meðallag áranna 1991 til 2020, en -0,5 neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn er í 10.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir 15 árið 2017, meðalhiti þá +4,1 stig, en kaldastir 2002, meðalhiti -2,2 stig. Á langa listanum er hitinn í 52.sæti (af 146). Á þeim lista eru fyrstu 15 dagar febrúar 1932 hlýjastir, hiti þá +4,5 stig, kaldastir voru dagarnir 15 árið 1881, meðalhiti -5,9 stig.
Á Akureyri er meðalhiti dagana 15 -1,8 stig, -2,0 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, en -1,0 neðan meðallags áranna 1991 til 2020.
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðausturlandi, meðalhiti þar í 9.hlýjasta sæti á öldinni, en kaldast á Norðurlandi (báðum spásvæðum), hiti í 15.hlýjasta sæti á öldinni.
Á einstökum stöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu við Reykjanesbraut (hiti +0,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára), en kaldast við Mývatn þar sem hiti hefur verið -2,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þar fór frostið niður í -28,1 stig á dögunum, lægsta tala vetrarins til þessa á landinu.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 35,4 mm og er það lítillega neðan meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 30,7 mm - lítillega ofan meðallags.
Sólskinsstundir hafa mælst 16,4 í Reykjavík - vantar 9 upp á meðallag.
Loftþrýstingur er áfram heldur lágur, meðaltal fyrstu 15 dagana í Reykjavík er 982,8 hPa, met sömu daga er talsvert lægra, 971,6 hPa - frá 1990.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 16.2.2020 kl. 02:40 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.