11.2.2020 | 00:51
Stormatíðni - árstíðasveifla
Það sem hér fer á eftir er að nokkru endurtekið efni (reyndar þrautendurtekið) - en þó uppfært hér og ekki alveg eins fram sett og í eldri pistlum.
Ritstjóri hungurdiska reiknar daglega út það sem hann nefnir stormahlutfall. Deilir heildarfjölda veðurstöðva á hverjum tíma upp í tölu þeirra sem vindur hefur náð 20 m/s þann daginn - og margfaldar með þúsund. Upplýsingar um mannaðar stöðvar ná allt aftur til 1949 - en sjálfvirkar frá og með 1997. Hvað umfjöllunarefni dagsins varðar eru niðurstöður efnislega nánast þær sömu - sama hvora stöðvagerðina er miðað við.
Við athugum árstíðasveiflu stormhlutfallsins. Leggjum einfaldlega saman hlutfall hvers almanaksdags fyrir sig og deilum með árafjöldanum. Því hærri tala sem kemur út - því illviðrasamari hefur dagurinn verið. Nokkuð suð er í röð sem þessari - hún er ekki nógu löng til þess að árstíðasveifla verði alveg hrein (og verður það víst aldrei alveg). Suðið er meira í röðinni sem reiknuð er út frá mælingum sjálfvirku stöðvanna (23 ár) heldur en þeirri sem byggir á mönnuðu stöðvunum (71 ár) - sýnir kannski enn og aftur hversu æskilegt er að eiga nægilega langar raðir.
Nú má flokka illviðrin eftir áttum - eða einhverju eðli þeirra. Hér lítum við aðeins á tvo flokka: Það sem ritstjórinn kallar norðlæg veður og suðlæg. Til norðlægu veðranna teljast þau sem hafa verið af norðvestri, norðri norðaustri og austri. Önnur teljast suðlæg. Svo vill til að meirihluti norðlægu veðranna teljast til svonefndra lágrastarveðra - vindur er stríðastur í neðri hluta veðrahvolfs, en oft hægur á sama tíma í efri hlutanum. Meirihluti suðlægu veðranna tengjast hins vegar vindröstum í efri hluta veðrahvolfs - eru hárastarveður - hes rastanna ná til jarðar. Samt eru til norðlæg hárastarveður - og suðlæg lágrastarveður - en við skulum ekki sinna slíku í þessari einföldu talningu (þó það væri æskilegt).
Fyrst er það árstíðasveifla norðlægu veðranna.
Línuritið nær frá júlíbyrjun til júníloka. Illviðrin eru mun tíðari að vetrarlagi heldur en yfir sumarið. Við sjáum að talsvert suð er í ferlinum (súlurnar) - en þegar hann er jafnaður út verður til ferill sem er furðusamhverfur um hámarkið - sem virðist vera í fyrri hluta janúar.
Sunnanveðraferillinn er ekki eins - og ekki samhverfur um hámarkið:
Tíðni suðlægu veðranna vex jafnt og þétt að hausti, en nær ekki hámarki fyrr en í febrúar - um eða rúmlega mánuði á eftir hámarki norðanveðranna - þegar kemur fram í miðjan mars fellur tíðnin mjög ört - mun örar en hún vex að hausti.
Við getum borið útjöfnuðu ferlana saman. Kannski er þó rétt að taka fram að lögun þeirra fer dálítið eftir því hvernig þeir eru gerðir - aðrar aðferðir myndu e.t.v. skila lítillega öðruvísi niðurstöðum.
Blái ferillinn sýnir norðanveðrin, en sá grái sunnanveðrin. Norðanveður eru algengari allt árið - nema tímann frá sólstöðum til jafndægra - sunnanveður eru hvað áköfust umfram norðanveður í febrúar, en norðanveður umfram þau suðlægu í september, október og framan af nóvember - og svo aftur á hörpunni. Á sjálfvirku stöðvunum er sá tími sem sunnanveðrin hafa vinninginn heldur lengri - báðu megin (frá nóvemberlokum fram undir miðjan apríl). Við vitum ekki hvort þetta misræmi (sem ekki er stórt - tölulega) stafar af breyttri hegðan veðrakerfisins á síðustu 20 árum eða af mun á stöðvakerfunum sjálfum. Við reynum ekki að svara þeirri spurningu hér.
Ritstjóri hungurdiska hefur ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna þessar niðurstöður eru eins og þær eru - og hefur eitthvað á þær minnst áður. Lætur samt vera að lengja þennan texta með einhverri froðu þar um. Það er þó merkilegt hvað þessu viðfangsefni hefur lítið verið sinnt á heimsvísu - nánast ekki neitt. Alþjóðatrúboð ritstjórans fyrr á árum hefur engum árangri skilað - en það var þó reynt - en hann er orðinn allt of latur og gamall til að nenna að standa í slíku - best að liggja bara á meltunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.