9.2.2020 | 23:46
Smáatriði í stórgerðu veðurkerfi.
Risastórt láþrýstisvæði ríkir nú á Atlantshafi. Verst er veðrið á suðurjaðri þess eins og rætt hefur verið um í fréttum frá meginlandinu í dag (sunnudag 9.febrúar). Við erum hins vegar inni í kalda loftinu (ámóta því sem ritstjóri hungurdiska kallaði einhvern tíma meltu Stóra-Bola). Atlantshafið hefur séð til þess að heimskautaloftið vestræna er ekki svo mjög kalt (eða þannig).
Myndin hér að neðan er af vef Veðurstofunnar nú í kvöld.
Á henni má sjá mikinn lægðasveip fyrir norðaustan land. Þó þessi lægð sé ekki mjög fyrirferðarmikil og ekki heldur sérlega kröpp er hún samt mjög djúp og óþverraveður er á belti í suðvestur- og vesturjaðri hennar. Lægðin á að fara suður um landið austanvert í dag, jafnframt því sem hún grynnist. Spár hafa ekki verið sérlega sammála um braut hennar - um tíma átti hún að fara yfir landið vestanvert - en nú er veðjað á Austurland. Fyrir sunnan land er éljagarður. Hann var talsvert gerðarlegri fyrr í dag - en hefur hörfað eftir því sem hringrás lægðarinnar fyrir norðan hefur nálgast. Yfir Færeyjum er norðvesturjaðar illviðrislægðar þeirrar sem í dag hefur verið að angra nágranna okkar og kölluð hefur verið ýmsum nöfnum. Vindur og fleira hefur verið til ama á Englandi og austur á meginlandið, en norðmenn eru órólegastir yfir sjávarstöðunni.
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting (heildregnar línur) kl.21 í kvöld og þrýstibreytingu síðastliðnar þrjár klukkustundir. Lægðin fyrir norðan er út af fyrir sig ekki mjög fyrirferðarmikil - en þrýstingur í lægðarmiðju er um 942 hPa - það er nokkuð óvenjulegt, hin lægðin er við Noregsströnd, ámóta djúp - og sú þriðja, tengd éljagarðinum áðurnefnda er fyrir sunnan land. Allar þessar lægðir eru hluti af risastóru kerfi - sem að hluta til er leifar lægðar sem var á Grænlandshafi í gærmorgun, þá 929 hPa í miðju. Telst sérlega óvenjuleg tala í febrúar - þó mun algengari á Grænlandshafi og fyrir sunnan land heldur en austan Færeyja og í norðurhöfum.
Við höfum líka fengið að heyra í fréttum af gríðarmiklum vindstreng í háloftunum. Hann liggur um Atlantshafið þvert og vindhraði nær um 360 km/klst í rastarmiðju. Kortið sýnir hæð 300 hPa-flatarins og vind í honum, vindhraði er litaður í röstinni. Flugvélar fara á methraða austur um haf frá Bandaríkjunum til Evrópu, en verða að taka á sig allstóran sveig til norðurs á vesturleiðinni. Við sjáum að lægðin fyrir norðaustan land nær alveg upp í 300 hPa. Flöturinn liggur mjög neðarlega - ekkert óskaplega langt frá febrúarmeti, en nær því þó ekki alveg.
Lægðin nær reyndar líka upp í 100 hPa, í um 15 km hæð. Litirnir á þessu korti sýna hita. Þó vindur sé mikill fyrir sunnan land er hann samt ekki alveg jafnstríður og neðar, hér erum við vel ofan veðrahvarfa. Langhlýjast er hér yfir Kanada. Líklega stafar það af niðurstreymi sem verður þegar röstin (neðar) grípur loft og eykur hraða þess - og veldur niðurdrætti - og þar með hækkar hiti.
En hæð 100 hPa-flatarins í lægðarmiðju er ekki nema 14850 metrar, aðeins neðar en febrúarmetið í Keflavík. Það er 14920 metrar - örlítið lægra en sést yfir Keflavík á þessu spákorti (sem gildir kl.6 í fyrramálið - mánudag 10.febrúar). Metið var sett 4.febrúar 2011 - í furðulíkri stöðu og nú - nema að éljabakki náði þá alveg inn á land og talsvert snjóaði - en vindskaðar urðu líka í Evrópu.
Áfram er spáð mjög stórgerðu veðurlagi - en reiknimiðstöðvar að vanda ekki alveg sammála um hvort við verðum fyrir því að ráði eða ekki. Flestir þeir sem lesa þennan pistil gera það varla fyrr en lægðin fyrir norðaustan land er gengin yfir - en samt rétt að minna á að varasamt veður getur fylgt henni - sérstaklega þar sem snjór er á jörð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 250
- Sl. sólarhring: 375
- Sl. viku: 2644
- Frá upphafi: 2411270
Annað
- Innlit í dag: 212
- Innlit sl. viku: 2279
- Gestir í dag: 202
- IP-tölur í dag: 200
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.