Stóri-Boli við áramót

Við heyrum nú hljóðin frá kuldapollinum Stóra-Bola handan yfir norðanvert Grænland - en vonum jafnframt að hann láti okkur í friði. Það er samt ákveðin fegurð sem fylgir skrímslinu þar sem það liggur á meltunni.

w-blogg291219a

Kortið er gert eftir gögnum frá bandarísku veðurstofunni nú í kvöld og gildir um hádegi á gamlársdag. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykktin sýnd í lit. Ísland er alveg neðst - umlukið tiltölulega hlýju lofti - þykktin yfir Suðausturlandi um 5400 metrar. 

Miðja Stóra-Bola er yfir Ellesmereeyju. Hann er „barmafullur“ af köldu lofti - það sést af því að jafnþykktar- og jafnhæðarlínur eru álíka margar og sammiðja. Þrýstingur við sjávarmál er nærri því sá sami undir öllum pollinum, rétt rúm 1000 hPa - vindur umhverfis hann er því mjög lítill. 

Á þessu korti er hæð 500 hPa-flatarins í miðju ekki nema 4610 metrar - með því allralægsta sem sést á þessum slóðum og þykktin - í þessari spá - er aðeins 4570 metrar þar sem hún er lægst. Það er e.t.v. á mörkum þess trúlega, evrópureiknimiðstöðin sýnir lægst um 4630 metra. Sú tala er heldur algengari. Kuldi er einnig mikill í neðri lögum megi trúa spánni. Þessi sama spáruna bandarísku veðurstofunnar sýnir um -45 stiga frost í 850 hPa - ekki mjög oft sem sú tala sést í spám, en evrópureiknimiðstöðin (og afsprengi hennar danska harmonie-spáin) sýna örlítið hærri hita í þeim fleti. Harmonie-spáin sýnir meir en -50 stiga frost á fjöllum Ellesmereeyju á gamlársdag, en mælingar eru þar af mjög skornum skammti inni í sveitum, frostið gæti hugsanlega farið í -55 til -60 stig þar sem það verður mest. 

Sumar spár gera ráð fyrir því að aðeins slettist úr pollinum þegar hann rekst á Grænland uppúr miðri viku - sú sletta gæti náð hingað til lands stutta stund. Síðan virðast reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir því að pollurinn hörfi aftur til vesturs eða suðurs. Þó fyrirbrigði sem þetta valdi sjaldan vandræðum í sinni heimabyggð er annað uppi á teningnum sleppi þau út úr girðingunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eftir þessa uppbyggingu verður almennt skúffelsi á gamlarskvöld boði Stóri- Bóli forföll.

Ragnhildur Kolka, 31.12.2019 kl. 00:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha,ha,ha, skaupiðið byrjar hér og endist mér langt fram á nýárið,
 Takk,Gleðilegt Nýtt ár! 

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2019 kl. 14:22

3 identicon

Ekki er fagur söngur Bola. Heldurðu að sletturnar nái hingað til okkar nágrannanna í Korpúlfsstaðaforum?

Áramótakveðjur.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 31.12.2019 kl. 18:04

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu áramótakveðjur - þetta er nokkuð eins og væg gerð af rússneskri rúllettu. Gengur á með skítkasti - en flest skotin geiga. 

Trausti Jónsson, 1.1.2020 kl. 00:54

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár. Ég bara spyr hvenær á að vera frost og kuldi ef ekki um áramót og í janúar? Að vísu hafa janúarmánuðir sum síðustu árin verið harla undarlegir, endalausar hlákur og stundum jarðað við hlýindi. Nánast fíflalegt eins og ég heyrði einhvern segja. Núverandi Stóri-Boli virðist nokkuð öflugur og sjálfsagt verða gusurnar frá honum kaldar ef vindur stendur úr norðri.

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 1.1.2020 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband