Aldarafmćli Veđurstofunnar

Veđurstofa Íslands var stofnuđ ţann 1.janúar 1920. Í fyrstu var hún deild í Löggildingarstofunni. Veđurstofan tók ţá ţegar viđ formlegum veđurathugunum í landinu af ţeirri dönsku en hún hafđi komiđ upp allţéttu athugunarkerfi og rekiđ ţađ í nćrri hálfa öld (frá 1872). Síđustu árin var ţó nokkuđ fariđ ađ ţynnast um. Kannski erfiđar samgöngur í heimsstyrjöldinni fyrri hafi ráđiđ nokkru, kannski eitthvađ annađ. Veđurskeyti höfđu fyrst borist frá landinu međ reglubundnum hćtti um sćsímann haustiđ 1906 og voru mjög mikilvćg veđurspám í Evrópu ţó skeytastöđvarnar vćru ekki margar. [Reykjavík, Ísafjörđur, Akureyri, Grímsstađir á Fjöllum, Seyđisfjörđur og Vestmannaeyjakaupstađur]. Ţessi veđurskeyti voru einföld, sjávarmálsţrýstingur, hiti, vindátt og vindhrađi. Skýjahulu og veđri var „lýst“ međ ađeins einum tölustaf (sem er ţó meira en flestar sjálfvirkar athuganir bjóđa upp á í dag). 

Í tilkynningu sem dagblađiđ Vísir birti ţann 1.febrúar segir m.a.:

Fyrst um sinn fylgir veđurlýsingunni enginn spádómur um ţađ, hvernig veđriđ muni verđa. Slíkir spádómar eru nú sem stendur miklum vandkvćđum bundnir, og mundu ekki geta orđiđ svo ábyggilegir, ađ ţeir kćmu ađ verulegu gagni. En til ţess er ćtlast, ađ ţeir, sem hafa áhuga á ţví ađ vita um komandi veđur, geri sér ađ venju ađ athuga veđurlýsingarnar, og reyni ađ finna í ţeim nýjar reglur um veđurfariđ.

En hvers konar veđur blasti viđ mönnum ţennan fyrsta starfsdag Veđurstofunnar? Viđ nýtum okkur bandarísku endurgreininguna sem ábendingu um stöđu ţrýstikerfa.

w-blogg301219aa

Hćđarhryggur er yfir landinu vestanverđu, hćđ yfir Grćnlandi og kröpp lćgđ austur af Nýfundnalandi. Mikil norđanátt er fyrir austan land og teygir sig frá Svalbarđa allt suđur til Afríku. Sé ţetta boriđ saman viđ raunveruleikann á Íslandi kemur í ljós ađ ađalatriđin virđast rétt, en greiningin vanmetur styrk norđanáttarinnar austanlands - ekki víst ađ allar ţrýstiathuganir landsins séu međ í leiknum. 

w-blogg301219b

Ţađ er helsta kraftaverk endurgreininga ađ ţćr sýna okkur líka stöđuna í háloftunum - og ţar međ líklegar skammtímahreyfingar ţrýstikerfa og ţykktina ađ auki. Sú síđastnefnda virđist oft vera lítillega ofmetin endurgreiningum á fyrsta hluta 20.aldar og á 19.öld. 

Á landinu var veđriđ um miđjan dag um ţađ bil eins og kortiđ hér ađ neđan sýnir:

w-blogg301219ac

Bjartviđri var um landiđ sunnan- og vestanvert - og líka á Norđurlandi vestanverđu. Rokhvasst var austast, 10 vindstig í Papey, 9 á Teigarhorni og 8 á Seyđisfirđi. Vestanlands var austan og norđaustan kaldi eđa stinningskaldi, hćgur norđanlands, á Akureyri andađi af suđri og logn var á Ísafirđi. 

Afgangur ţessa fyrsta vetrar Veđurstofunnar varđ nokkuđ erfiđur. Ţađ var mjög umhleypingasamt og snjór međ allra mesta móti á Suđur- og Vesturlandi. Vetur sem ţessi hefđi orđiđ annasamur á spávakt Veđurstofunnar enn ţann dag í dag og gular og appelsínugular viđvaranir viđlođandi. Nánar á lesa um veđur og tíđ á árinu 1920 í samantekt hungurdiska.

Veđurstofa Íslands er ein af grunnstođum nútímasamfélags og vonandi ađ hún fái enn ađ blómstra. Hún hefur líka veriđ góđur og vinsamlegur vinnustađur ritstjóra hungurdiska í meir en 40 ár og kann hann bćđi stofnun og samstarfsfólki öllu bestu ţakkir. 

Ritstjórinn ţakkar líka lesendum hungurdiska fyrir vinsemd á nýliđnu ári og óskar ţeim öllum hins besta í framtíđinni. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.8.): 9
 • Sl. sólarhring: 277
 • Sl. viku: 993
 • Frá upphafi: 1951349

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 845
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband