Áratugurinn kaldi 1861 til 1870

Brátt líđur ađ yfirferđ ritstjóra hungurdiska um veđurlag áranna 1861 til 1875. Allmörgum heimildum er ţó óflett enn og lýkur ţeim flettingum víst seint. Fyrstu pistlarnir ćttu ţó ađ birtast fljótlega. Áđur en ađ ţví kemur skulum viđ líta á hitafar sjöunda áratugar 19. aldar svona almennt [til ađ fá samhengi í árapistlana]. Á heildina litiđ var mjög kalt í veđri hér á landi, sennilega sjónarmun kaldara heldur en á árunum 1881 til 1890 - ţó ekki muni miklu. Hugsanlega var líka ámóta kalt á fyrstu tveimur áratugum 19.aldar, en ekki síđar. Stök köld ár hafa ţó sýnt sig, út úr ţví sem algengast er á hverjum tíma. 

w-blogg181219a

Grái ferillinn sýnir 12-mánađa keđjumeđaltöl hita í Stykkishólmi 1860 til 1871. Strikalínan sem liggur ţvert yfir myndina viđ 3,5°C er međalhiti áranna 1861 til 1990 - hiti var nćr allan tímann undir ţví međaltali, stundum langt undir. Kaldast var á árunum 1865 og 1866 og svo aftur 1869, ársmeđalhiti 1866 fór niđur fyrir 1,0 stig. Hlýjasta áriđ var 1864, en ţá rétt skreiđ hitinn upp í međaltal sem viđ (ţau eldri) könnumst viđ. Enda var ţví ári hrósađ. Heildregna strikiđ ofarlega á myndinni sýnir međalhita síđustu tíu ára [2009 til 2018} - algjörlega utan seilingar á ţessum tíma. Á kaldasta 12-mánađa tímabili ţessarar aldar (mars 2015 til febrúar 2016) komst hiti niđur í 4,02 stig - en á ţví hlýjasta (mars 2016 til febrúar 2017) fór 12-mánađakeđjan upp í 5,93 stig. Sveiflur ţćr sem viđ höfum upplifađ milli ára eru ţví talsvert minni en ţćr sem viđ sjáum á myndinni hér ađ ofan (ţó miklar séu). 

Viđ gćtum tekiđ eftir ţví ađ allregluleg ţriggja ára sveifla er í hitanum á ţessum árum. Stundum hefur ţó tveggja ára sveifla veriđ áberandi - og stundum fjögurra ára - engin regla virđist á slíku til lengri tíma litiđ. 

Rauđi ferillinn á myndinni sýnir sjávarmálsţrýsting. Hann er líka sveiflukenndur. Lágmörkin 1862 og 1868 eru óvenjuleg í langtímasamhengi - eiga ţó fáeinar hliđstćđur síđar, t.d. í kringum 1990. Samband ţrýstings og hita hér á landi er flókiđ. Einstaka daga er ţrýstingur ađ međaltali lćgstur í austlćgum og norđaustlćgum áttum, en á mánađagrundvelli eru norđlćgar áttir tíđari en suđlćgar í háţrýstingi - snýst sum sé viđ ađ nokkru. 

En lágţrýstikuldi hér á landi er slćmur kuldi - fylgja honum oftast snjóar og illviđri á vetrum - en bleytur og kuldatíđ á sumrin. Háţrýstikuldanum fylgja frekar stillur og mun skaplegra veđur. 

Viđ eigum hitamćlingar víđar ađ heldur en úr Stykkishólmi, úr sumum hefur veriđ unniđ, en ađrar mćlingar liggja óbćttar hjá garđi. Allar mćlingar sem viđ vitum um eru mjög í takti viđ Stykkishólmsmćlingarnar. Úrkomumćlingar eigum viđ einnig í Stykkishólmi frá ţessum tíma, en ekki frá öđrum stöđvum. 

w-blogg181219b

Hér sjáum viđ 12-mánađa úrkomusummur. Áriđ 1864 var ţurrt og einnig síđari árin sem viđ sjáum á myndinni. Svarta strikiđ sýnir međalúrkomu í Stykkishólmi á árunum 1961 til 1990. Mikil úrkoma í Stykkishólmi er ábending um suđlćgar áttir. 

Mikiđ var um hafís á ţessum árum, en líka komu hafíslítil ár. Um veđurfar einstakra mánađa og ára fjöllum viđ síđar í sérstökum pistlum um hvert ár fyrir sig. 

Veđurlag var mjög breytilegt í Evrópu ţessi árin - rétt eins og hér. Stundum var ţar furđuhlýtt - kannski ţegar ţrýstingur var hvađ lćgstur hér á landi - en meira fréttist ţó af kuldum. Gríđarlegt hallaćri var víđa á Norđurlöndum, ekki síst í Finnlandi og vesturferđir hrukku af stađ fyrir alvöru.

Hér má til fróđleiks skjóta inn frétt um veđuröfgar í útlöndum sem birtist í Norđanfara 16.júní 1865. Slíkar öfgar eru síđur en svo nýtt fyrirbrigđi, t.d. fellibyljirnir sem virđast ţarna hafa gengiđ á land á Indlandi. 

Nćstliđinn vetur [1864 til 1865] var, einkum um miđbik norđurálfunnar, afar harđur, snjóţungur og frostasamur. Víđa keyrđi niđur svo mikla fönn ađ allir vegir urđu ófćrir og eins járnbrautirnar, ţá tók fannfergjan yfir á Skotlandi, hvar menn sumstađar vegna fanndýptar fyrir dyrum urđu ađ fara út og inn um reykháfa og ţakglugga, og peningur varđ naumast hirtur. Ţegar menn um jólin höfđu 6 stiga hita í Ţrándheimi, var í Austur Seliseu í Prússlandi 25 st. frost og í Berlín 4. febr. 7, í Moská 14, í Líbau 18. Í Archangel hafđi um mánađarmótin janúar og febrúar veriđ venju framar hlýtt veđur, stöđug rigning og mest 2 st. kuldi, en aftur fyrstu vikuna af febrúar varđ frostiđ í Tórná á Finnlandi 32 st. á R. Í Sevilla í Andalúsíu á Spáni fraus olían í luktunum, svo ljósin slokknuđu. Í Lissabon í Portúgal, hvar menn ekki hafa séđ snjó síđan 22.febrúar 1813 og aftur 2. janúar 1837, kom nú mikill snjór og mikiđ frost. Í Madrid á Spáni voru ţá líka miklir snjóar og hríđar. Í Róm voru nćr ţví á hverjum degi í 3 vikur einlćgar krapahríđar og snjókoma. Í Suđur-Ungar, höfđu snjóţyngslin og vetrarharđindin tekiđ af allar samgöngur; árnar bólgnuđu og stífluđust; líkum varđ eigi komiđ til kirkna; flestir hinir fátćkari hnepptust í eymd og volćđi. 20. mars var 12 st. hiti í Nizza á Ítalíu, sem er eitthvert veđursćlasta pláss, en daginn eftir 5 stiga kuldi, og í Wien sama daginn 12 st. frost, og hin mesta fannkoma. Í Búkarest í Wallackíinu, sem heyrir Tyrkjalöndum til, sama veđur.

[Tíunda] október fyrra ár [1864] gjörđi svo mikiđ útsunnan ofviđur í Rio Janeiro, er stóđ yfir ađ eins fjórđung stundar međ hagli er varđ sem hćnu-egg á stćrđ, og mölvađi allar rúđur í gluggunum er voru áveđurs; trén í skógunum rifust upp međ rótum, húsin brotnuđu, hrundu til jarđar eđa fuku um koll, fjöldi skipa brotnađi í spón og ótal manna fórust. Skađinn var metinn 5 milljónir dollars.

Felliveđur kom líka 5. október í Austurheimi viđ neđri Ganges og í Kalkútta, sem samtals olli mönnum ţar tjóns, er metiđ var 400 milljónir núpíur, og ţar af einungis í Kalkútta 270 milljónir, (hver rúpía úr silfri er 1 rd. en af gulli 7 rd) 220 skip strönduđu, og nokkur ţeirra er báru hvert um sig yfir 1200 tons; yfir 2000 manns sćttu líftjóni. Veđriđ náđi yfir 120 mílur međ sjó fram og stóđ yfir frá ţví kl. 10 f.m. til ţess kl. 4 e.m. Í Masúlípatam í Austur-Indlandi hafđi og svo 1. nóv. komiđ ógurlegt felliveđur, svo sjóinn flóđi mílu vegar á land upp, og í borginni var hann 6—7 álna djúpur. Ţeir sem eigi gátu komizt fyrir á efstu loftum borgarinnar eđa flúiđ úr henni í tíma, drukknuđu ţúsundum saman. Mikill hluti borgarinnar lagđist í auđn. Eftir skýrslu breska jarlsins á Austur-Indlandi, hafa 60 ţúsund manna farist ţar áriđ sem leiđ í sjó og vötnum eđa á annan hátt dáiđ voveiflega, auk ţess sem stórsóttir, brennur og óargadýr fćkka fólki ţar.

Á hinum Capóverdisku eyjum, sem Portúgalar eiga og liggja 75 mílur í hafi út, undan vesturströndum Afríku, var áriđ sem leiđ mikiđ hallćri, svo af 55.000 manna dóu frá 1.janúar til 1. maí 7000 manns, og sendi ţó stjórnin í Portúgal ţangađ 75.000 dollars ađ kaupa matvćli fyrir handa hinum fátćkustu.

Norđanfari segir svo frá 25.janúar 1866:

Sáđvöxtur var nćstliđiđ sumar, ađ öllu samanlögđu yfir Norđurálfuna ekkert meiri en í međalári. Ţví ţótt hann vćri sumstađar mikill t a.m. um allt Rússland, ţá var hann á öđrum stöđum enda á Jótlandi miđur og t.d. í nokkrum héruđum á Finnlandi, vegna kulda og votviđra svo sem enginn; og í Lappmörkinni féll í sumar 31.ágúst svo mikill snjór ađ til allra dala mátti aka á sleđum. Korn og jarđeplaakrar og sáđlönd ónýttist ţví, og hungursnauđ ţótti vís fyrir dyrum. Á Finnlandi var svo lítiđ um korn, ţar er óáriđ gekk yfir, ađ fólk varđ ađ mala trjábörk sér til viđurvćris til drýginda mjölinu. Af ţessum orsökum og fleiru var kornvaran farin ađ hćkka í verđi. Vínyrkjan var aftur ţar sem hún er stunduđ t.a.m. á suđur Frakklandi og einkum í Portúgal međ besta móti. Eftir fréttum frá Nýju-Jórvík í Vesturheimi, sem dagsettar eru 28 júlí [1865] var hveitiuppskeran ţar hin besta og miklar fyrningar af kornvöru frá í fyrra, svo bćđi gátu menn byrgt Suđurfylkin međ matvćli, hvar nú er fyrir afleiđingar styrjaldarinnar hallćri og hin mesta dýrtíđ, og líka ef á lćgi, selt mikiđ af kornvöru til Norđurálfunnar. Í Austurindíum og Australíu (Eyja-álfunni) höfđu í sumar veriđ svo miklir hitar, ađ menn vissu eigi dćmi til. Allur jarđargróđi sviđnađi sem af eldi eđa skrćlnađi. Sum vatnsföllin ţornuđu upp. Margir sem voru sjóleiđis eđa viđ útivinnu urđu ađ halda kyrru fyrir, ţví enginn ţoldi ađ vinna fyrir hitanum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband