Hiti ársins - til þessa

Þó árið 2019 hafi verið hlýtt um land allt (í langtímasamanburði) mun það samt ekki blanda sér í hóp þeirra allrahlýjustu - nema hugsanlega um landið suðvestanvert. Sem stendur er meðalhiti í Reykjavík í áttundahlýjasta sæti frá upphafi samfelldra mælinga 1871 og því fjórðahlýjasta á þessari öld. Til að komast ofar á listanum verður desember að verða mjög hlýr. Þær spár sem við nú höfum aðgang að gera ráð fyrir því að desemberhitinn verði rétt ofan við meðallag áranna 1981 til 2010. Slíkar spár eru vægast sagt óvissar, en fari svo mun ársmeðalhitinn enda nærri 5,8 stigum - sá hiti vísar á sjöundahlýjasta ár mælitímans. 

Árið 2003 er hlýjast - þá var meðalhitinn 6,06 stig (ef við leyfum okkur tvo aukastafi). Til að ná þeirri tölu þyrfti meðalhiti í desember að verða 4,0 stig eða hærri. Harla ólíklegt, en þó hefur hitinn í desember þrisvar orðið hærri en það, 2002, 1933 og 1987. Í öllum þeim tilvikum var nóvember líka hlýr - meðalhiti yfir 4 stigum, en nóvemberhitinn í Reykjavík nú virðist stefna í 2,3 stig eða þar um bil. Til að ná 6 stiga ársmeðalhita þarf meðalhiti í desember að vera 3,3 stig eða meiri. Það hefur aðeins gerst fjórum sinnum, árið 2016, auk þeirra sem áður voru taldir. 

Svo getur hiti í desember að sjálfsögðu orðið undir meðallagi. Desember 2011 er sá kaldasti á öldinni til þessa, meðalhiti þá var -1,95 stig í Reykjavík. Verði desember nú svo kaldur endar ársmeðalhitinn í 5,6 stigum, 0,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára og langt ofan eldri meðaltala.  

Á Akureyri er hiti ársins til þessa í 21. til 24. hlýjasta sæti frá 1882 að telja. Til að árið yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga yrði meðalhiti í desember að verða 14,0 stig - sem er að svo sjálfsögðu gjörsamlega fráleitt. Til að ná 10. sætinu þyrfti meðalhiti í desember að verða 4,3 stig. Svo hlýtt hefur aldrei orðið í þeim mánuði á Akureyri - hæst 3,7 stig árið 1933 - en 20. til 30. hlýjasta ár af nærri 140 telst samt hlýtt. 

Staðan á Austurlandi er svipuð þeirri á Akureyri. 

Taka verður fram að þetta eru svokallaðir munnþurrkureikningar og eru ekki yfirfarnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hafa menn einhverjar hugmyndir um þróun hitafars á íslandi frá landnámi til vorra daga.  Hitasveiflur upp eða niður milli árhundruða.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.11.2019 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 914
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3304
  • Frá upphafi: 2426336

Annað

  • Innlit í dag: 814
  • Innlit sl. viku: 2970
  • Gestir í dag: 796
  • IP-tölur í dag: 732

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband