24.10.2019 | 00:20
Frostleysulengd í Reykjavík
Í gær (22.október) fraus í fyrsta skipti í haust á Veðurstofutúni - og í dag (þann 23.) var þar frost allan daginn. Þessa lét Sigurður Þór Guðjónsson getið á fjasbókarsíðu sinni (sem allir veðuráhugamenn fylgjast auðvitað með). Þar var einnig spurt hvort þetta sé óvenjulegt á einhvern hátt. Svarið við þeirri spurningu er nokkuð langdregið - en þeir sem nenna að lesa þennan pistil verða vonandi einhverju fróðari.
Fyrst skulum við líta á lengd frostleysunnar. Hversu langt er á milli síðasta frosts að vori og þess fyrsta að hausti í Reykjavík. Í ár stóð frostleysan í 146 daga, það er í meðallagi síðustu 100 ára, en 16 dögum styttra en að meðaltali síðustu tíu ára. Munar þar að þann 29.maí fór lágmarkshiti í Reykjavík niður í -0,2 stig, eina frostnótt eftir 12.maí - stytti sum sé frostlausa tímann um 17 daga í einu vægu höggi (sem dugði samt í smámunasömu bókhaldi).
Að meðaltali er síðasta frostnótt vorsins 10.maí (100 ára meðaltal), en 4.maí sé miðað við síðustu tíu ár. Fyrsta frostnótt haustsins er að meðaltali 4.október í Reykjavík (100 ár) en 14.október síðustu 10 árin. Fyrsta frostnótt þessa hausts er því 8 dögum síðar en meðaltal síðustu tíu ára.
Kemur þá að mynd dagsins - hún er nokkuð hlaðin - en þolinmóðir komast þó vonandi fram úr henni.
Lárétti ásinn sýnir árin frá 1920, en sá lóðrétti dag ársins (því ofar á myndinni - því síðar á árinu). Til hagræðis er einnig merkt við fyrsta dag hvers mánaðar. Bleiklituðu súlurnar sýna fyrsta frost að hausti. Frostnótt kom í ágúst 1956 (neðsta súlan). Lengst þurfti að bíða eftir fyrsta frosti haustið 2016 - til 16.nóvember. Þykka rauða línan sýnir 10-árameðaltöl fyrsta haustfrosts - það er hærra nú en áður, en var reyndar svipað um tíma milli 1930 og 1940 - árið 1939 var fyrsta frost haustsins 10.nóvember.
Bláu súlurnar sýna hins vegar það sem við gætum kallað fyrsta frostdag haustsins - dag þegar hámarkshiti dagsins er líka neðan frostmarks. Hundrað ára meðaltal er þar 11.nóvember. Við erum því nærri þrem vikum á undan meðaltali í ár - og mánuði sé miðað við síðustu tíu ár. Það er ekki algengt að þetta gerist svona snemma - hefur aðeins 10 sinnum gerst fyrr að hausti síðustu 100 árin, síðast 1987. Árið 1987 var eitt fárra hlýrra ára kuldaskeiðsins alræmda, en þá var frostdagur fyrr á ferð í Reykjavík en nokkru sinni annars á 100 ára tímabilinu öllu, 8.október.
Tvisvar hefur þurft að bíða fram yfir áramót eftir fyrsta frostdegi haustsins, 1932 og 2002. Þessi haust var fyrsti frostdagur í janúar, 1932 þann 15.janúar 1933 og 2002 þann 18.janúar 2003.
Þeir sem sjá vel - og eru smámunasamir að auki taka eftir því að í ár munar ekki nema einum degi á fyrsta haustfrosti og fyrsta frostdegi. Það er mjög óvenjulegt, en hefur þó gerst áður, 1951 munaði einnig einum degi og 1939 féllu fyrsta haustfrost og fyrsti frostdagur haustsins saman. Árið 1956 - þegar fraus í ágúst - þurfti að bíða 109 daga eftir fyrsta frostdeginum - hann kom ekki fyrr en 14.desember - biðin á milli þessara atburða hefur aldrei orðið lengri.
Svarið við spurningunni í upphafi um hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki hefur því verið svarað. Fyrsta frost að hausti kom seint í ár, en fyrsti frostdagur er hins vegar óvenju snemma á ferð. Lengd frostleysutímans er svo í meðallagi. Velji hver svo áhersluatriði eftir málstað sínum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.