Október sem september (eđa nóvember)

Árstíđasveifla hitans lćtur ekki ađ sér hćđa, frá hlýskeiđi til ísaldar á hverju ári. Hún er ţó minni hér á landi en víđast hvar á svipuđu breiddarstigi. Hitafalliđ er sérlega hratt á ţessum tíma árs (í október), rétt eins og sólargangur styttist ört. Ekki er fjarri ađ sólargangurinn styttist um 3 klukkustundir í október og hiti felli á sama tíma um 3 stig. 

Ţađ er ţví mjög á móti líkum ađ október sé svo hlýr ađ međalhiti (einstaks mánađar) nái langtímameđaltali septembermánađar. Ţađ hefur ţó rétt komiđ fyrir. Sömuleiđis er sjaldgćft ađ október sé svo kaldur ađ hann keppi viđ međalnóvember. 

Fyrir um ţađ bil mánuđi (14.september) leituđum viđ ađ septembermánuđum sem hita vegna geta talist fullgildir sumarmánuđir - í samkeppni viđ međalhita mánađanna júní til ágúst. Ekki fundust margir. Nú notum viđ sömu ađferđafrćđi til ađ leita sérlega uppi ţá októbermánuđi - sem keppa viđ međalseptember í hita - og í leiđinni ţá sem eru svo kaldir ađ ţeir keppa viđ međalnóvembermánuđ. 

Sem fyrr flćkir ţađ máliđ nokkuđ ađ veđur hefur hlýnađ mikiđ á síđust áratugum. Mat á ţví hvađ er hlýtt og hvađ kalt hefur ţví breyst. Viđ leyfum okkur ţví ađ nota međalhita síđustu ţrjátíu september- og nóvembermánađa (á hverjum tíma) til greiningarinnar. Ađ ţessu loknu lítum viđ á langtímabreytingar á haustkólnun.

w-blogg131019a

Ţađ sem viđ sjáum á myndinni er ţetta: Lárétti ásinn vísar til síđustu 200 ára (tćpra), en sá lóđrétti er hitakvarđi. Grćna feita línan sýnir 30-árakeđjumeđalhita októbermánađar, endar á međalhitanum 1989 til 2018. Línan hefst viđ árabiliđ 1823 til 1852. Grćni ferillinn hefur í heildina ţokast upp á viđ, um +0,9°C á öld ađ jafnađi, en sveiflur innan tímabilsins eru ţó ámóta ađa meiri heldur en hlýnunin. 

Rauđa ţykka línan sýnir ţađ sama - en á viđ september. Ţessi lína hefur ţokast upp á viđ líka - sveiflur ferlanna tveggja fylgjast nokkuđ ađ í tíma - en ţó ekki alveg (eins og sýnt verđur hér ađ neđan). Bleika línan (sú neđsta) á svo viđ nóvembermánuđ. Ţreparitiđ sýnir hins vegar landsmeđalhita einstakra októbermánađa - gríđarlega breytilegur. 

Viđ merkjum sérstaklega ţá októbermánuđi ţegar međalhiti októbermánađar er hćrri en međalhiti 30 nćstu septembermánađa á undan, október í septembergervi. Ţađ eru ekki nema 4 mánuđir sem merktir eru á ţennan hátt - sá síđasti, október 2016 nćr ţó ekki alveg marki, ţví hann keppir líka viđ hina almennu hlýnun - hann er ţrátt fyrir ađ vera hlýjastur allra ekki nútímaseptember. Ţađ er október 1915 sem stendur sig best - kom óvćnt sem ofurhlýr á köldu skeiđi, einnig eru október 1920 og 1946 rétt ofan marka - fullgildur septemberhiti. 

Myndin sýnir líka samanburđ viđ nóvember - hvenćr október var svo kaldur ađ hann gćti talist međalnóvember. Ártölin á neđri hluta myndarinnar sýna hvenćr ţetta hefur gerst, síđast 1981 (og nćrri ţví líka 1980). Október 1968 kemst međ - vegna ţess ađ ţá höfđu hlýir októbermánuđir veriđ í tísku lengi. 

Nú hafa sjálfsagt einhverjir tapađ ţrćđi, en viđ lítum á fleira.

w-blogg131019b

Ekki létt línurit. Lárétti ásinn sýnir tíma, sá lóđrétti til vinstri hversu mikiđ október er kaldari en september (ţess vegna neikvćđar tölur), en sá til hćgri hversu hlýrri október er heldur en nóvember (ţess vegna eru tölurnar jákvćđar - kvarđanum snúiđ viđ til hagrćđis). Ferlarnir eru 30-árakeđjur. Byrja báđir árabiliđ 1823 til 1852 og síđan koll af kolli, allt ţar til ţađ síđasta lengst til hćgri, 1989 til 2018. Svarti ferillinn vísar til kólnunar frá september til október. Hún sveiflast nokkuđ til, er oftast 3 til 4 stig. Svo virđist sem hún hafi minnkađ frá ţví sem áđur var - en er ţó litlu minni síđustu áratugina heldur en var á elsta skeiđi myndarinnar. Október hefur á langtímavísu hlýnađ nokkuđ meira heldur en september. 

Rauđa línan sýnir mun á október og nóvemberhita. Hann hefur haldist nokkuđ jafn, um 3 stig. Ţađ er tilhneiging til ţess ađ ţegar „lítiđ“ kólnar milli september og október kólni ţví meira milli október og nóvember. Á kuldaskeiđinu fyrir 30 til 40 árum kólnađi heldur meir á milli október og nóvember (rauđi ferillinn fer niđur fyrir ţann gráa) heldur en september og október - ţađ er ţó undantekning frá ţví sem algengast er. 

w-blogg131019c

Nćsta mynd sýnir mismun hita (alltaf á landsvísu) í september og nóvember. Súlurnar sýna einstök ár. Munurinn er minnstur ţegar september er mjög kaldur, en nóvember hlýr - ţannig var t.d. 1954. Hann er hins vegar mestur ţegar september er hlýr og nóvember er kaldur - eins og t.d. 1996 og 1841. Munur á hita ţessara mánađa hefur heldur minnkađ, nóvember hlýnađ meira heldur en september. 

Leitni af ţessu tagi getur auđvitađ ekki haldiđ endalaust áfram - ađ ţví kćmi ađ međalhiti (30 ár) vćri sá sami í september og nóvember og ađ lokum fćri nóvemberhitinn fram úr september. Ţetta gerist ekki. En hvađa áhrif skyldi hlýnandi veđurfar hafa á árstíđasveifluna? Leitnin sem viđ sjáum á myndunum tveimur er býsna mikil. 

Viđ gćtum hér fariđ ađ leika okkur međ tölur. Sú hlýnun sem hefur ţegar átt sér stađ í október er um 1,5 stig, um hálfur mánuđur. Hversu mikiđ af ţeirri tölu skrifast á reikning hnattrćnnar hlýnunar vitum viđ ekki. Náttúrulegur breytileiki á mun september og októberhita virđist vera um 1 stig - 1 stig er um 10 dagar nú á dögum, en var ekki nema vika fyrir 150 árum. [Nú munu enn fleiri búnir ađ tapa ţrćđi - og stutt í ađ ritstjórinn geri ţađ].    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 9
 • Sl. sólarhring: 150
 • Sl. viku: 1733
 • Frá upphafi: 1950510

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 1505
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband