1.10.2019 | 00:03
Veðurstofusumrinu lokið
Nú er veðurstofusumrinu lokið, en það nær sem kunnugt er til mánaðanna júní til september. Nokkuð var gæðum þess misskipt eftir landshlutum. Hér syðra er það í hópi þeirra hlýjustu og sólríkustu en norðanlands og austan var hiti lægri en í meðalsumri síðustu tíu ára og þungbúið lengst af. Keppni í sumarhlýindum er orðin töluvert harðari heldur en var á árum áður. Í Reykjavík er sumarið það fimmtahlýjasta frá upphafi mælinga, aftur á móti er vitað um fleiri en 30 sumur hlýrri á Akureyri. Á landsvísu lendir hiti sumarsins í 25. til 26.sæti af 146 sem reiknuð hafa verið.
Myndin sýnir meðalhita sumars í byggðum landsins. Meðaltöl fyrir 1874 eru mjög óviss og rétt að sleppa þeim í keppni. Á landsvísu eru sumrin 1933 og 1939 enn þau hlýjustu þrátt fyrir að hlý sumur hafi verið fleiri á síðari árum en var þegar hlýjast var fyrir 80 árum og tíu ára meðalhiti sumars hærri nú en var þá.
Taflan hér að neðan sýnir hvernig sumarhitinn raðast eftir spásvæðum og meðal annarra sumra aldarinnar. Rétt er að hafa í huga að ýmis álitamál eru í reikningunum. Til dæmis reynist ómarktækur munur á 3. og 7. Faxaflóasætinu, það eru aðeins sumrin 2010 og 2003 sem eru ótvírætt hlýrri heldur en það nýliðna - rétt eins og er í Reykjavík. Taflan er einungis sett upp til gamans.
Sé miðað við þá reglu að þriðjungur sumra teljist hlý, og þriðjungur köld, var nýliðið sumar hlýtt við Faxaflóa og á Suðurlandi, en kalt á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Austurlandi að Glettingi. Á öðrum spásvæðum telst það í meðallagi á öldinni. Sé miðað við lengri tíma, t.d. 140 ár er sumarið talið hlýtt á öllum spásvæðum.
Þetta var mikið sólskinsumar á Suðurlandi, líklega það þriðjasólríkasta sem við þekkjum í Reykjavík, svo litlu munar þó á sætum að við getum ekki staðfest það endanlega fyrr en farið hefur verið yfir mælingarnar frá degi til dags. Sólskinsstundir hafa verið mældar samfellt frá 1923 og þar að auki eigum við heillegar eldri mælingar aftur til 1912.
Lengi vel leit ekki vel út með hita í september, en glæsilegur endasprettur síðasta þriðjunginn kom honum upp í 4. hlýindasæti á öldinni við Faxaflóa og nánast upp í meðallag síðustu tíu ára um landið norðan- og austanvert. Um þessi óvenjulegu hlýindi hefur áður verið fjallað hér á hungurdiskum.
Hiti ársins það sem af er er hár, á landsvísu þó ekki meðal þeirra tíu hæstu, en í Reykjavík hafa fyrstu 9 mánuðir ársins aðeins þrisvar verið hlýrri en nú (2003, 2010 og 2014) og þrisvar jafnhlýir (1939, 1964 og 2004). Meðalhiti nú er 6,8 stig, var 7,1 í sömu mánuðum 2003. Við vitum auðvitað ekkert um hitann það sem lifir árs - ekki á vísan að róa í þeim efnum. Við munum t.d. hin gríðarlegu hlýindi síðustu þriggja mánaða ársins 2016 þegar hitinn í Reykjavík skaust úr 15.sæti fyrstu 9 mánaðanna upp í annað sæti í árslok - nú eða 1880. Í septemberlok var það ár í 11.hlýjasta sæti á Reykjavíkurlista sem nær til okkar tíma - en árið endaði í því 82. Annað eins hrap hefur aldrei sést (ótrúlegt - en satt).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 12
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 1618
- Frá upphafi: 2457367
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1462
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Alveg eins og vera ber í ríkjandi NA-N vindátta sumri?
Afskaplega sérkennilegt tíðarfar sl 6 mánuði, amk á mínum slóðum á Norðurlandi.
- Apríl svo einstakur að varla hefur svona veðragóður júnímánaður komið. - Þurrkar frá byrjun apríl til byrjun júlí, svosem ekkert óskaplega óalgengt en óvanalegt var að frost var farið úr jörðu löngu fyrir sumarmál.- Handónýt gras- og trjáspretta í mánuð frá miðjun maí.- Frost margar nætur í byrjun júní og aftur í ágúst.- Gránaði mjög snemma i fjöll. - Kartöflugrös féllu mjög snemma.-Nokkrar hitabylgjur inn á milli svalrar tíðar.- Tvær óskaplegar hellidembur í ágúst og september sem voru engu líkar. - Blíðan í síðustu viku með logni og 14-19 stiga hita yfir daginn. - Hef aldrei á æfinni séð annað eins af skógarþröstum.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.