20.9.2019 | 14:17
Allmörg úrkomumet hafa nú fallið
Allmörg úrkomumet hafa fallið í rigningunum undanfarna tvo daga (18. til 20. september). Það er nokkuð seinlegt að gera upp slík met, allmikið er af villum í mælingum - sérstaklega á sjálfvirku stöðvunum og á þeim mönnuðu þarf að ganga úr skugga um að réttar upplýsingar hafi komist í gegnum kerfið. Það sem hér fer að neðan er því allt óstaðfest - trúlegast er þó að rétt sé með farið - í flestum tilvikum að minnsta kosti.
Svo virðist sem sólarhringsúrkomumet fyrir árið hafi verið sett á einni mannaðri stöð, Hjarðarfelli á Snæfellsnesi. Þar mældist sólarhringsúrkoman í morgun 140,7 mm, eldra met 120,7 mm er frá því 28.mars 2000, en þá urðu miklar skemmdir vegna vatnavaxta og skriðufalla víða um landið vestanvert. Sólarhringsúrkomumet fyrir septembermánuð voru sett á 7 stöðvum til viðbótar, Kirkjubóli innan við Akranes, Neðra-Skarði í Svínadal, í Hítardal, á Bláfeldi í Staðarsveit, í Ásgarði í Dölum, Dalsmynni í Hjaltadal og í Vogsósum í Selvogi.
Ekki hefur verið mælt lengi á flestum sjálfvirku stöðvanna. Sólarhringsúrkomumet fyrir árið var sett í Grindavík, Fíflholti á Mýrum, í Stykkishólmi, í Súðavík, á Gjögri og á Blönduósi. Hærri sólarhringstölur eru til á mönnuðum stöðvum í Stykkishólmi og Súðavík, en ekki á Blönduósi. Septembersólarhringsmet voru að auki sett á Korpu og á Tálknafirði.
Á Hjarðarfelli er úrkoma tveggja sólarhringa orðin 233,1 mm og 216,0 mm á Bláfeldi.
Í gær og fram eftir nóttu varð mjög hlýtt víða austanlands. Komst hiti hæst í 21,2 stig á Bakkagerði á Borgarfriði eystra. Þegar þetta er skrifað (rétt eftir miðjan dag þann 20.) er hiti kominn yfir 20 stig á stöðvum á Austfjörðum og ekki útséð um það hvert hámark dagsins verður.
Nokkur úrkoma mun enn vera „í kortunum“ og sömuleiðis hlýindi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 113
- Sl. sólarhring: 346
- Sl. viku: 3381
- Frá upphafi: 2424443
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 3069
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.