Af háloftastöðunni í ágúst

Við lítum nú á hæð 500 hPa-flatarins í ágústmánuði síðastliðnum og vik hennar frá meðaltalinu 1981 til 2010. Kortið gerði Bolli Pálmason eftir gögnum frá evrópureiknimiðstöðinni.

w-blogg090919a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en vik eru sýnd í lit, neikvæðu vikin eru bláleit, en þau jákvæðu rauðbrún. Þó lægðarmiðja sé yfir Íslandi á kortinu var hæð flatarins ekki svo mjög undir meðallagi. Vikin voru mun meiri fyrir sunnan land heldur en við lægðarmiðjuna sjálfa. Lögun vikanna segir okkur að norðaustlægar áttir hafi verið mun algengari í veðrahvolfinu heldur en venjulegt er - afleiðingar munum við enn. Þungbúið veður norðaustanlands, en bjartara um landið suðvestanvert. 

Við sjáum líka að suðvestanáttin yfir Bretlandseyjum hefur verið talsvert öflugri en venjulegt er og sömuleiðis má sjá óvenjulega stöðu við Grænland norðvestanvert - þar ríktu óvenjuleg hlýindi í neðanverðu veðrahvolfi - við fréttum af óvenjulegum hitum á Ellesmereeyju - en því miður eru mælingar gisnar á þeim slóðum og nær engar inni í „sveitum“ - ástandið í mælimálum svipað og hér var fyrir 1880. Hvernig skyldu sumur hafa verið þar þá? Veðurstöðin Alert er nefnd eftir skipi sem bar sama nafn og kannaði þessar slóðir á árunum 1875 til 1876, en leiðangursmenn héldu sig við sjávarsíðuna. Tala mikið um kulda, m.a. var kvikasilfurshitamælirinn beinfrosinn mestallan marsmánuð 1876. En lægsti hiti sem leiðangurinn mældi var -74°F eða -53°C (mælt á vínandamæli), það var 4.mars. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 51
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 1016
  • Frá upphafi: 2420900

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 893
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband