10.8.2019 | 02:55
Leiðinlegt veður - skemmtileg lægð
Norðanhryssingurinn sem gengur yfir landið nú og næstu daga er heldur leiðinlegur. Einhver sagði þó (sennilega afkomandi Pollíönnu) að verra gæti það verið - og verra hafi það orðið á þessum tíma árs. Það er svosem satt - en leiðinlegt er þetta samt. Hins vegar er kerfið sem þessu veldur býsna skemmtilegt. Kuldapollur kom á dögunum norðan úr Ballarhafi í átt til landsins.
Myndin sýnir tvö spákort úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar. Á þeim báðum má sjá hefðbundnar jafnþrýstilínur heildregnar (með 4 hPa bili). Af þeim ráðum við vindstefnu og vindhraða. Litir sýna hæð 500 hPa-flatarins (en ekki þykktina), skipt er um lit með 60 metra bili.
Kortið til vinstri sýnir stöðuna síðdegis á morgun, laugardag 10.ágúst, en það til hægri stöðuna sólarhring síðar, síðdegis á sunnudag. Í báðum tilvikum má sjá mjög greinilega háloftalægð, miðja hennar er í græna litnum. Lægðin nær upp í veðrahvörf og er þar ámóta skörp og í 500 hPa. En á laugardagskortinu gætir lægðarinnar nær ekkert við jörð - að vísu má sjá lægðardrag norðan háloftalægðarinnar, en annars virðast jafnþrýstilínurnar lítið vita af háloftalægðinni. Ritstjóri hungurdiska hefur stundum minnst á það sem hann (en enginn annar) kallar þverskorna kuldapolla. Á vetrum (þegar mun meira afl er í veðrakerfinu heldur en að sumarlagi) eru þeir vandræðavaldar á okkar slóðum - oft meira að segja stórvarasamir.
Þessi sem heimsækir okkur nú er ættingi hinna illu - svipmótið furðumikið þó hásumar sé. Enda fer ekki sérlega vel. Aðeins sólarhring síðar er komin bærilega öflug lægð skammt undan Norðausturlandi - hefur dýpkað um nærri 15 hPa á einum sólarhring - það er mikið á þessum tíma árs - og mjög mikið þegar heimskautaröstin kemur ekkert við sögu.
Rætist þessi spá verður vonskuveður kringum lægðarmiðjuna og hugsanlega nokkuð vestur og suður fyrir hana. Við vitum ekki hvort spáin rætist - né heldur hversu vestarlega mesti vindurinn og veltingurinn nær. Rétt að fylgjast með spám Veðurstofunnar í því sambandi.
En þetta er ein gerð sumarhroða. Í kaldara veðurlagi fyrri tíma hefði vafalítið snjóað niður undir sjó norðanlands við ámóta árás að norðan. Dæmi eru um slíkt snemma í ágúst (og auðvitað fjölmörg eftir 20. - meira að segja ekki svo mjög gömul).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 11
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 1617
- Frá upphafi: 2457366
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.