Leiðindi frá skemmtideildinni

Skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar sendir ekki aðeins frá sér öfgafullar (örvæntingar-) hitaspár heldur bregður óttalegum kulda stundum fyrir þar líka. Þannig er það nú - hitaspár háloftanna eru heldur kuldalegar þessa dagana. Sem dæmi er hér spáin sem gildir á sunnudaginn kemur, 11.ágúst.

w-blogg070819a

Jafnþykktarlínur eru heildregnar, en litir sýna hita í 850 hPa. Hvort tveggja er í allra lægsta lagi fyrir fyrri hluta ágústmánaðar. Lægsti hiti sem mælst hefur yfir Keflavíkurflugvelli á þeim tíma er -4,5 stig (6.ágúst 1983) og minnsta þykktin 5290 metrar (3.ágúst 1958). Í endurgreiningum eru lægstu þykktartölur yfir landinu fyrri ágústmánaðar 5280 metrar (9.ágúst 1949). Allt neðar en -4 stig í 850 hPa er því sárasjaldgæft yfir Keflavík og þó sú þykkt sem hér er verið að spá, 5310 m, sé ekki met (í fyrri hluta ágúst) er hún samt sérlaga lítil. Bandaríska spáin er ekki alveg jafnköld - en gerir „betur“ á þriðjudag eftir viku og spáir þá metkulda. 

Öfgavísir reiknimiðstöðvarinnar sýnir líka óvenjulegan kulda á laugardag og sunnudag - og reyndar líka óvenjulega úrkomu sums staðar um landið norðanvert á sunnudag. 

Nú er það svo að spár svona marga daga fram í tímann gera meira úr bæði hita og kulda (og stundum úrkomu líka) heldur en náttúran sjálf lætur síðan eftir sér. Við skulum vona að sú verði líka raunin nú. Landið er hlýtt og sjórinn líka.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 186
 • Sl. sólarhring: 423
 • Sl. viku: 1876
 • Frá upphafi: 2355948

Annað

 • Innlit í dag: 172
 • Innlit sl. viku: 1746
 • Gestir í dag: 170
 • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband