Smákuldapollafjöld

Svo virðist sem nú taki eitthvað kaldara tímabil við í veðrinu. Fjöldi lítilla kuldapolla er á sveimi á stóru svæði á Norður-Atlantshafi og langt í mjög hlýtt loft.

w-blogg040819c

Þeir sjást vel á korti sem sýnir mættishita í veðrahvörfunum (mældur í Kelvinstigum) síðdegis á morgun (spá evrópureiknimiðstöðvarinnar). Hann er að nokkru mælikvarði á það hversu langt er frá 1000 hPa upp i veðrahvörfin. Því kaldara sem loftið er undir þeim því lægra liggja þau. Örvarnar benda á köldu blettina - þar sem veðrahvörfin liggja neðarlega. Raunar koma aðeins tveir þeirra við sögu hér á landi í bili að minnsta kosti. Sá sem er fyrir vestan land er að fjarlægjast - olli ekki miklu veðri hér á landi - en tók þó frá okkur mesta hitann. 

Hinn kuldapollurinn sem skiptir okkur máli er sá stærsti þeirra. Er á kortinu norðaustur af Jan Mayen og þokast næstu daga í átt til okkar - og kemur með mun kaldara loft með sér heldur en það sem við höfum notið upp á síðkastið. Langt er í mikil hlýindi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 21
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 1070
  • Frá upphafi: 2456006

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 970
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband