Hlýskeiðametingur enn

Við höfum stundum áður borið saman hitafar tuttugustualdarhlýskeiðsins mikla og núverandi hlýinda og framlengjum nú línurit sem birtist á hungurdiskum í janúar 2016. Þar eru 12-mánaðakeðjur hita í Reykjavík á árunum 1925 til 1945 bornar saman við keðju áranna 1999 til 2015. Nú getum við framlengt fram á mitt ár 2019. 

w-blogg190719a

Lóðrétti ásinn sýnir ársmeðalhita (reiknaðan 12 sinnum á ári sem 12-mánaða keðjumeðaltal). Grái ferillinn sýnir hitann á tímabilinu 1925 (línan byrjar á meðaltali þess árs) til loka árs 1945, en rauða lína sýnir hita okkar tíma, byrjar í árslok 1999 og nær til til júníloka 2019.

Á síðustu árum hafa verið talsverðar sveiflur milli ára - rétt eins og var mestallt fyrra hlýskeið. Þó hlýjustu topparnir séu ekki ósvipaðir á báðum skeiðum er samt greinilegt að það núverandi er almennt nokkru hlýrra. Meðalhiti þess búts sem við hér sjáum úr fyrra skeiði er 5,0 stig, en 5,3 stig í núverandi hlýskeiði. Tólfmánaðahiti núverandi hlýskeiðs hefur sjaldan farið niður í meðalhita gamla hlýskeiðsins (5 stig). Botn núverandi hlýskeiðs [hingað til] er 4,5 stig, [desember 2014 til nóvember 2015] og [nóvember 2017 október 2018], en köldustu 12-mánuðir þess fyrra voru 0,5 stigum kaldari, 4,0 stig [mars 1930 til febrúar 1931]. Skyldu menn hafa haldið að hlýskeiðinu væri lokið þegar hitinn datt niður vorið 1929 eftir hlýindin miklu þar á undan? Já, sennilega - og þó, fjögur stigin sem ársmeðalhitinn fór þá niður í voru talsvert hærri heldur en venjuleg tólfmánaðalágmörk voru fyrir 1920 - það hljóta menn að hafa munað. - Og hlýskeiðið hélt svo áfram langt handan við myndina - tuttugu ár í viðbót - allt til 1964. Þá voru flestir farnir að halda að það myndi halda áfram í það óendanlega. 

En þetta fyrra skeið segir okkur auðvitað ekki neitt um núverandi hlýskeið né framhald þess - við vitum ekkert hvernig það þróast áfram. Hlýskeiðið sem kennt er við fyrri hluta 19. aldar var svo enn brokkgengara - inn í það komu fáein mjög köld ár - en samt hélt það áfram eftir það þar til að það endanlega rann á enda fyrir 1860.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband