Kaldar nætur (á stöku stað)

Fyrstu tvær nætur mánaðarins (júlí) voru nokkuð kaldar á stöku stað á landinu og júlílágmarksmet féllu á 16 stöðvum þar sem athugað hefur verið í 15 ár eða meira. Landsmeðallágmarkshiti var þó ekkert nærri metum. Bjartviðri, hægur vindur og þurr jarðvegur eru samverkandi þættir sem auka líkur á næturkuldum. Aðfaranótt þess 1. varð frostið mest í byggð á Brúsastöðum í Vatnsdal, -1,4 stig, en aðfaranótt 2. á Haugi í Miðfirði, -1,7 stig. Landsdægurlágmarksmet þessara tveggja almanaksdaga er -3,0 stig (1.) og -2,9 stig (2.). Vantaði nokkuð upp á að þeim væri náð að þessu sinni. Aðfaranótt þess 1. mældist -3,3 stiga frost á Gagnheiði - ekki langt frá dægurlágmarksmeti landsins, en það er -3,5 stig (sett á sama stað). 

Dægursveifla (mismunur hámarks- og lágmarkshita) var víða stór, mest meiri en 18 stig í Skaftafelli, Þingvöllum og í Hjarðarlandi - virðist vera um nýtt júlímet fyrir fyrstnefnda staðinn að ræða (rétt eins og mánaðarlágmarksmet), en ekki á hinum tveimur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 407
  • Sl. viku: 2289
  • Frá upphafi: 2410278

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2049
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband