Ýmislegt smálegt

Fyrst lítum viđ á sjávarhitavik á Norđur-Atlantshafi eins og evrópureiknimiđstöđin reiknar ţau í dag - vćntanlega byggđ á gervihnattamćlingum og fleiru.

w-blogg220619a

Sumarsólinni hefur tekist ađ jafna út kuldapollinn ţráláta fyrir suđvestan land - en ekki er ólíklegt ađ hann leynist samt enn skammt undir yfirborđi og birtist ţar af leiđandi aftur ţegar hvessir vel á svćđinu. Athygli vekja mjög stór jákvćđ vik fyrir vestan og norđan land - trúlegt ađ sólskiniđ í júní hjálpi ţar til - sem og ţađ ađ minni hafís var viđ Austur-Grćnland í vetur en oftast áđur - og ţar af leiđandi minna til ađ bráđna - voriđ ţví fyrr á ferđinni en vanalega. Hvađ veldur neikvćđu vikunum stóru suđur- og suđaustur af Nýfundnalandi vill ritstjórinn ekki giska á - Golfstraumurinn fer á ţessum slóđum í miklum hlykkjum og bugđum - hefur vćntanlega međ ţađ ađ gera hvernig ţćr liggja ţessa dagana.

Svo skulum viđ líta á ţađ hvernig áriđ hefur stađiđ sig til ţessa hvađ hita varđar - miđađ viđ sama tíma síđustu tíu árin.

w-blogg220619b

Eins og sjá má eru vikin ósköp nćrri međallagi, ţó marktćkt ofan viđ um landiđ vestanvert. Áriđ (til ţessa) er ţađ ţriđjahlýjasta á öldinni á Vestfjörđum, en ţađ fimmtakaldasta á Suđausturlandi. 

Ţó svo virđist sem breytingar á ţráviđrinu kunni ađ vera í uppsiglingu eru spár satt best ađ segja ákaflega óvissar um allt framhald - og sýningar skemmtideildar evrópureiknimiđstöđvarinnar afskaplega fjölbreyttar. Fyrra kortiđ er úr nýjustu spárununni (frá hádegi í dag - föstudag) og sýnir hita í 850 hPa og ţykktina á laugardag í nćstu viku. Ţađ er reyndar varla nokkur leiđ ađ trúa ţessu - nema hvađ stađan er ţrungin möguleikum.

w-blogg220619c

Hér má sjá ótrúleg (en skammvinn) hlýindi - ţykktin nćr 5660 metrum yfir Suđurlandi og hiti í 850 hPa ótrúlegum 16 stigum. Minnir dálítiđ á hálfsdagahitabylgjuna í lok júlí í fyrra - ţá sem skilađi hćsta hita ársins 2018 á landinu. 

Nćsta spáruna á undan (miđnćtti á ađfaranótt föstudags) bauđ upp á allt annađ - kortiđ hér ađ neđan gildir snemma á föstudag 28.júní.

w-blogg220619d

Hér er alveg sérlega snarpur kuldapollur viđ Norđausturland - ţykktin í miđju neđan viđ 5260 metra sem er sérlega lágt svona seint í júní. 

Ekki alveg líkleg spá heldur - ţó hafa mun fleiri spárunur sýnt kuldakast framundan heldur en hitabylgjur. Ađ vísu gćti orđiđ hlýtt um landiđ norđaustan- og austanvert upp úr helginni. - Viđ bíđum og sjáum hvađ setur og skemmtum okkur á međan. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 227
 • Sl. sólarhring: 388
 • Sl. viku: 1543
 • Frá upphafi: 2350012

Annađ

 • Innlit í dag: 200
 • Innlit sl. viku: 1403
 • Gestir í dag: 197
 • IP-tölur í dag: 192

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband