22.6.2019 | 00:59
Ýmislegt smálegt
Fyrst lítum við á sjávarhitavik á Norður-Atlantshafi eins og evrópureiknimiðstöðin reiknar þau í dag - væntanlega byggð á gervihnattamælingum og fleiru.
Sumarsólinni hefur tekist að jafna út kuldapollinn þráláta fyrir suðvestan land - en ekki er ólíklegt að hann leynist samt enn skammt undir yfirborði og birtist þar af leiðandi aftur þegar hvessir vel á svæðinu. Athygli vekja mjög stór jákvæð vik fyrir vestan og norðan land - trúlegt að sólskinið í júní hjálpi þar til - sem og það að minni hafís var við Austur-Grænland í vetur en oftast áður - og þar af leiðandi minna til að bráðna - vorið því fyrr á ferðinni en vanalega. Hvað veldur neikvæðu vikunum stóru suður- og suðaustur af Nýfundnalandi vill ritstjórinn ekki giska á - Golfstraumurinn fer á þessum slóðum í miklum hlykkjum og bugðum - hefur væntanlega með það að gera hvernig þær liggja þessa dagana.
Svo skulum við líta á það hvernig árið hefur staðið sig til þessa hvað hita varðar - miðað við sama tíma síðustu tíu árin.
Eins og sjá má eru vikin ósköp nærri meðallagi, þó marktækt ofan við um landið vestanvert. Árið (til þessa) er það þriðjahlýjasta á öldinni á Vestfjörðum, en það fimmtakaldasta á Suðausturlandi.
Þó svo virðist sem breytingar á þráviðrinu kunni að vera í uppsiglingu eru spár satt best að segja ákaflega óvissar um allt framhald - og sýningar skemmtideildar evrópureiknimiðstöðvarinnar afskaplega fjölbreyttar. Fyrra kortið er úr nýjustu spárununni (frá hádegi í dag - föstudag) og sýnir hita í 850 hPa og þykktina á laugardag í næstu viku. Það er reyndar varla nokkur leið að trúa þessu - nema hvað staðan er þrungin möguleikum.
Hér má sjá ótrúleg (en skammvinn) hlýindi - þykktin nær 5660 metrum yfir Suðurlandi og hiti í 850 hPa ótrúlegum 16 stigum. Minnir dálítið á hálfsdagahitabylgjuna í lok júlí í fyrra - þá sem skilaði hæsta hita ársins 2018 á landinu.
Næsta spáruna á undan (miðnætti á aðfaranótt föstudags) bauð upp á allt annað - kortið hér að neðan gildir snemma á föstudag 28.júní.
Hér er alveg sérlega snarpur kuldapollur við Norðausturland - þykktin í miðju neðan við 5260 metra sem er sérlega lágt svona seint í júní.
Ekki alveg líkleg spá heldur - þó hafa mun fleiri spárunur sýnt kuldakast framundan heldur en hitabylgjur. Að vísu gæti orðið hlýtt um landið norðaustan- og austanvert upp úr helginni. - Við bíðum og sjáum hvað setur og skemmtum okkur á meðan.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 104
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 2483
- Frá upphafi: 2434925
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 2204
- Gestir í dag: 92
- IP-tölur í dag: 90
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.