1.5.2019 | 22:39
Meir af apríl
Apríltölur Veðurstofunnar ættu að koma annað hvort á morgun fimmtudag, eða á föstudaginn. Við getum þó fullyrt að þetta var hlýjasti aprílmánuður sögunnar í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík og á Akureyri, næsthlýjasti apríl á Egilsstöðum og sá fjórðihlýjasti á Dalatanga, í 6. til 8. hlýjastasæti á Teigarhorni og því fimmtahlýjasta á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Á landsvísu var hann sá næsthlýjasti. Af röðinni getum við ráðið að metin eru sett þar sem ríkjandi vindátt stóð af landi - áttin var aðallega suðaustlæg.
Allmikið var um mánaðarhámarkshitamet á einstökum stöðvum, en landshitamet aprílmánaðar var ekki í hættu. Met var m.a. slegið í Reykjavík eins og fram hefur komið í fréttum. Hiti mældist þar mest 17,1 stig þann 30. Þetta er mun hærra en eldra met, 15,2 stig, sem sett var 29.apríl 1942, en er samt ekki út úr myndinni á neinn hátt. Hiti hefur t.d. farið mest í 18,0 stig í borginni þann 7.maí (2006) og 20,6 stig þann 14.maí (1960).
Í viðhenginu er listi yfir ný mánaðarhámarksmet sem sett voru í maí (aðeins stöðvar sem mælt hafa í 10 ár eða meira). Þar má einnig sjá lista yfir ný met hæsta sólarhringslágmarks aprílmánaðar (hlýjar nætur) - aprílmet var ekki slegið í Reykjavík.
Hér að neðan er erfiður kafli - rétt fyrir flesta að sleppa honum bara.
Nú spyrja margir (eðlilega?) hvort þessi hlýindi tengist hnattrænni hlýnun á einhvern hátt. Því er að sjálfsögðu ekki hægt að svara á endanlegan hátt - veðurfarsbreytingar eru á margan hátt lúmskar. En vikin eru miklu meiri í mánuðinum heldur en hnattræn hlýnun ein og sér ber með sér. Líkur eru á að loftstraumar hafi einfaldlega verið óvenjuhagstæðir.
Ritstjóri hungurdiska fylgist nokkuð með slíku og reynir að nota háloftavindáttir (og hita í neðri hluta veðrahvolfs = þykkt) til að giska á hita. Athugaður er styrkur suðlægra og vestlægra vinda, hæð 500 hPa flatarins yfir landinu og þykktin. Eindregin tilhneiging er til þess að hlýindi fylgi sterkum sunnanáttum, sterkar vestlægar áttir draga úr hita, en hæð 500 hPa-flatarins er vísir á það hvort loftið yfir landinu er af suðrænum uppruna eða ekki [loft getur verið af suðrænum uppruna án þess að mikil sunnanátt sé]. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Hiti við jörð fylgir henni allvel - hann er þó að jafnaði nokkuð lægri heldur en hrár reikningur gefur til kynna. Það reiknaða samband þykktar og hita (í apríl) sem sýnt er hér að neðan er því eins konar meðaltal - víki hiti einstakra mánaða frá því hefur blöndun lofts að ofan verið annað hvort meiri eða menni í mánuðinum en venja er.
Veðurfarsbreytingar ættu að raska þessum samböndum á einn eða annan veg. - Eini gallinn er sá að þau segja ekkert um það hvort breytt veðurfar breytir varanlega tíðni vindátta. Þannig er rétt hugsanlegt að hlýindin nú séu afleiðingar veðurfarbreytinga - en aðeins ef þær eru að breyta vindáttatíðni - það finnst ritstjóra hungurdiska einhvern veginn ólíklegt (en hann getur í raun ekkert um það fullyrt). Sömuleiðis hækkar 500 hPa-flöturinn á heimsvísu í samræmi við aukinn hita.
En lítum nú á það hver Reykjavíkurhitinn hefði átt að vera í apríl 2019 ef vindáttir (og hæð 500 hPa-flatarins) réðu eingöngu.
Ekki auðvelt fyrir óvana að lesa úr þessu - en hvað um það. Lárétti ásinn sýnir reiknaðan hita (þær sem vindáttir og hæð 500 hPa-flatarins segja til um), en lóðrétti ásinn þann hita sem raunverulega mældist. Apríl 2019 er sá hlýjasti á tímabilinu öllu sem hér er undir (frá og með 1949). Ártalið sést efst til hægri á myndinni - nær nákvæmlega við aðfallslínuna - ásamt hinum tveimur hlýjustu aprílmánuðum tímabilsins. Ekki þarf að leita frekari skýringa á hlýindum. - Eins og áður var nefnt hækkar 500 hPa-flöturinn á heimsvísu ef það hlýnar, hlýni um 1 stig hækkar flöturinn um 20 dekametra að jafnaði. Í þessu líkani skilar 20 dekametra hækkun flatarins 0,3 stiga hækkun á hita. Því má segja að séu áhrif hnattrænnar hlýnunar einhver á hlýindin nú felist þau í 0,3 stigum (af +3,6 stiga viki) - þau gætu því verið tíundihluti hlýindanna nú (við notum gæsalappir viljandi).
Eins og sjá má á myndinni er allur gangur á því hversu vel líkanið skýrir hita einstakra aprílmánaða og í heildina litið skýrir það aðeins um helming breytileikans frá ári til árs - en það er samt býsna mikið.
Þá er það þykktin.
Hér sjáum við svipað - það er ekkert óvenjulegt við nýliðinn aprílmánuð, apríl 2019 er við aðfallslínuna. Stöðugleiki lofts víkur ekkert frá meðallagi. Hitinn er eins og hann á að vera miðað við þykktina. Árið 2003 (ofarlega á myndinni) hefur blöndun hlýrra lofts að ofan verið betri en að meðallagi - og sömuleiðis 2013 (langt út úr hópnum til vinstri) - apríl það ár hefði eiginlega átt að vera sá kaldasti á tímabilinu - en hann var það ekki. Annað hvort er einhver galli í þykktargögnunum (rétt hugsanlegt), eða þá að blöndun að ofan hefur verið óvenjumikil (þar er alltaf hlýrra loft). Árið 1968 var staðan á hinn veginn - apríl var mun kaldari en hann hefði átt að vera. Stöðugleiki hefur verið mun meiri - kannski vegna hafísmagns.
Það er eins hér að hnattræn hlýnun boðar meiri þykkt - um 20 dekametra fyrir hvert stig hlýnunar. Hverjir 20 dekametrar gefa hér um 0,7 stig.
Kannski hefur hnattræn hlýnun nægt til þess að koma hitanum nú upp fyrir aprílhitann 1974 - en á lítinn þátt í hlýindunum að öðru leyti. Niðurstaðan er sú að einstakir hlýir (eða kaldir) mánuðir segja ekkert um gang hnattrænnar hlýnunar - ekki frekar en hlýir eða kaldir dagar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 153
- Sl. sólarhring: 286
- Sl. viku: 2415
- Frá upphafi: 2410404
Annað
- Innlit í dag: 124
- Innlit sl. viku: 2155
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.