Ryk að sunnan?

Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Saharaeyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið. Meginhluti makkarins á að berast til austurs, en sé að marka spár á hluti hans að slitna frá og berast norður um Bretlandseyjar og e.t.v. mun lítilræði komast alla leið til Íslands. 

Myndin hér að neðan sýnir dálitinn rykmökk á leið til vesturs yfir landið á miðvikudagskvöld (24.apríl).

w-blogg220419a

Á spákortum er hægt að fylgjast með þessum mekki allt sunnan frá Sahara. Þó hann sé veigalítill þegar hingað er komið (rætist spárnar) ætti hann samt að vera sjáanlegur. 

Í sumum spám er gert ráð fyrir töluverðum hlýindum á sumardaginn fyrsta í ár. Rifja má upp að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á fyrsta sumardag er 13,5 stig, sem mældist 1998. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er rauhæfur möguleiki á að það met verði slegið. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta er 19.8 stig á Akureyri 1976 (og óstaðfest 20,5 stig á Fagurhólsmýri 1933). Varla er þess að vænta að þau met verði slegin nú. 

En við sjáum til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband