Meðalvetrarhitinn

Nú getum við með sæmilegri samvisku bætt vetrinum 2018 til 2019 inn á línuritið sem birtist hér fyrir nokkrum dögum.

w-blogg300319a

Meðalhiti hans - á landsvísu - verður annað hvort +0,3 eða +0,4 stig. Hann er því langt inni í flokki þeirra hlýju. Á myndinni sjáum við að hann sómir sér vel meðal hlýindanna miklu á þessari öld - þó nokkuð skorti hann upp á allra hæstu hitahæðir. 

Einnig mun óhætt að segja að vel hafi farið með veður í vetur. Illviðri með færra móti og snjór - það litla sem var - lagðist ekki illa. Jörð er víðast hvar þíð. 

En nú er spurning hvernig fer með í apríl. Við treystum mánaðarveðurspám ekki vel - en þær segja nú að fyrsta vikan verði í kaldara lagi - en síðan komi tvær fremur hlýjar - lítið sem ekkert er sagt um fjórðu vikuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þetta er auðvitað nokkuð skondið innlegg miðað við að vorkoman er í seinasta lagi þetta árið - og sér ekki fyrir endann á vetrinum!
Kannski ætti maður frekar að taka mark á lóunni en á veðurfræðingum? Koma lóunnar seinkar ár frá ári. Í ár kom hún þann 28. mars en hefur að meðaltali komið 23. mars eðs fimm dögum fyrr en nú. Og þetta gerist þrátt fyrir mjög hraða "hnattræna" hlýnun!

Torfi Kristján Stefánsson, 30.3.2019 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i
  • w-blogg121124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 397
  • Sl. sólarhring: 403
  • Sl. viku: 2659
  • Frá upphafi: 2410648

Annað

  • Innlit í dag: 313
  • Innlit sl. viku: 2344
  • Gestir í dag: 283
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband