20.3.2019 | 00:44
Útsynningurinn að ná sér á strik
Útsynningur er orð sem tekur bæði til vindáttar og veðurlags. Á Suður- og Vesturlandi stendur vindur þá af hafi (útsuðri eða þar um bil) og hann gengur á með skúrum eða éljum. Suðvestanátt með súld og regni er yfirleitt ekki kölluð útsynningur.
Útsynningur hefur ekki verið algengur í vetur og þá sjaldan hann hefur sýnt sig stund og stund hefur hann ekki valdið vandræðum af neinu tagi. Hann var hins vegar mjög ríkjandi í fyrravor og framan af sumri - og ekki vinsæll um þær mundir.
Útsynningsveðurlag er kannski aðeins annað - þá leyfum við vind af öðrum áttum með öðruvísi veðri stund og stund, en útsynningur er samt aðal. Það má líka tala um útsynning norðaustan- og austanlands (og það var gert) - en þar er oftast úrkomulítið og stundum hið besta veður. Útsynningur er stundum mjög hvass og sé snjór á jörð getur skapast vandræðaástand, jafnvel norðanlands - og eru útsynningsveður sérlega skæð á norðurleiðinni, svosem eins og á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði - sé snjór á jörð og sérstaklega ef vindáttin er vestlæg.
En sá útsynningur sem nú gengur yfir er ekki alveg einfaldur í roðinu. Í dag (þriðjudag) mátti t.d. sjá að éljaklakkarnir voru nokkuð bældir ofantil þó þeir væru annars dæmigerðir. Ritstjórinn getur ekki hér og nú - án fyrirhafnar - greint hvað olli því - kannski var loftið sem braust yfir Grænlandsjökul ekki nógu kalt til þess að komast undir það loft sem að vestan kom - eða var það eitthvað annað?
En svo virðist sem eitthvað hreinræktaðra taki við á morgun (miðvikudag) - þó ekki lengi. Vindur virðist einkum munu plaga landið norðvestanvert - suðvesturhornið sleppur eitthvað betur (segja spár). Reikningar segja vindhraðann verða mestan á Vestfjörðum annað kvöld og fram eftir aðfaranótt fimmtudags.
Hér má sjá spá harmonie-líkansins sem gildir um miðnætti annað kvöld (miðvikudagskvöld 20.mars). Þá er mikið illviðri á Grænlandssundi og virðist það snerta Vestfirði norðanverða - og e.t.v. hluta Norðurlands líka.
Ritstjóri hungurdiska fylgist gjarnan með þessu spákorti þegar von er á útsynningi - og lítur jafnvel á það sem eins konar útsynningsmæli - (sem er þó ekki alveg réttlætanlegt). Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting á miðnætti annað kvöld (úr líkani evrópureiknimiðstöðvarinnar), vindörvar sýna vindhraða og vindátt (rétt eins og harmonie-spáin). Litirnir sýna hins vegar það sem kallað er þykkt (eða hæð) jaðarlagsins. Mælieiningin er metrar.
Í þekktri kennslubók eftir Ronald Stull er jaðarlagið skilgreint sem svo (í lauslegri þýðingu): Jaðarlagið er sá hluti veðrahvolfsins sem er undir beinum áhrifum frá yfirborði jarðar og bregst við álagi (mótun, enska: forcing) þaðan á klukkustund eða styttri tíma.
Þar sem efra borð jaðarlagsins er ekki endilega vel skilgreint í raunveruleikanum hverju sinni fer leit að því í líkönum fram á reikningslegan hátt. Í raunveruleikanum getur verið allnokkur munur á reiknaðri jaðarlagshæð og raunverulegri.
En það sem skiptir máli er að jaðarlagið reiknast mun þykkara í útsynningnum fyrir vestan og norðvestan land heldur en annars staðar. Það er aðallega tvennt sem veldur því: Í fyrsta lagi mikill munur á lofthita og yfirborðshita sjávar (mjög kalt loft hefur komið annað hvort sunnan að kringum Hvarf á Grænlandi - eða yfir jökulinn (mun sjaldgæfara - en líklega þó í þetta sinn). Loftið er því mjög óstöðugt. Í öðru lagi mikill vindur - hann hjálpar til við blöndun - og gerir jaðarlagið enn þykkara en ella væri.
Rauði og fjólubláu litirnir birtast á jaðarlagskortinu þegar svona stendur á - algengastir eru þeir yfir hafsvæðinu sunnan við land þegar ískalt Kanadaloft streymir af ákafa til austurs yfir hlýjan sjó - en stöku sinnum líka í norðanátt - og svo auðvitað líka í útsynningi við Vesturland eins og nú. Hæsta talan á þessu korti er 3500 metrar.
Evrópureiknimiðstöðin segir að meir en 14 stiga munur verði á yfirborðshita sjávar og hita í 925 hPa-fletinum undan Vestfjörðum annað kvöld. Þá verður flöturinn í um 550 metra hæð. Góð kynding - líkönin eru ekki alveg sammála um varmaflæðið - en nefna samt hátt í 1000 Wött á fermetra.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:08 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 239
- Sl. sólarhring: 329
- Sl. viku: 1673
- Frá upphafi: 2408541
Annað
- Innlit í dag: 225
- Innlit sl. viku: 1505
- Gestir í dag: 218
- IP-tölur í dag: 217
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.