Órólegra

Ţó fremur lágur loftţrýstingur hafi veriđ ríkjandi upp á síđkastiđ hafa kröftugar lćgđir samt ekki mikiđ veriđ ađ angra okkur. Ađalátök veđrakerfa norđurhvels hafa átt sér stađ annars stađar. Nú virđist einhver breyting verđa á - í bili ađ minnsta kosti. Kuldapollurinn mikli, Stóri-Boli, virđist ćtla ađ bylta sér nokkuđ og hreinsa til viđ Atlantshaf - nćr fullum vetrarstyrk á sínum heimaslóđum í Norđur-Kanada, kannski í síđasta sinn í vetur. 

w-blogg170319i-a

Spákort evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum gildir um hádegi á ţriđjudag, 19.mars. Ţá er hreinsun í fullum gangi - vestanáttin nćr um kortiđ ţvert frá Kanada í vestri, til Skandinavíu í austri. Enn er ekki mjög kalt viđ Ísland, hiti ofan frostmarks á láglendi. 

Ađalkuldinn er vestan Grćnlands, ţar er frostiđ í 850 hPa-fletinum meira en -35 stig, um 30 stigum kaldara en hér viđ land. Viđ sjáum ađ jafnţrýstilínur liggja ţvert á jafnhitalínur milli Labrador og Grćnlands - ţar er kalt loft greinilega í sókn, en samt ekki mjög afgerandi. Norđar stíflar Grćnland framrás kuldans - ađ mestu. Spár eru ekki alveg sammála um ţađ hversu mikiđ af kalda loftinu sleppur yfir jökulinn - og í átt til Íslands. Kannski viđ fáum ađ sjá heiđarlegan útsynning ţegar kemur fram undir miđja viku? 

Fyrir utan ţá óvissu sem felst í möguleikum kalda loftsins af Grćnlandi er töluverđ óvissa samfara inngjöf á hlýju lofti úr suđri - ţađ kemur á móts viđ kuldann úr vestri. Viđ sjáum dálitla lćgđ viđ suđurjađar kortsins. Sem stendur gera spár ráđ fyrir ţví ađ hún fari hratt til norđausturs um Fćreyjar og til Noregs - gćti orđiđ skćđ ţar - og létt á útsynningi hér á landi um leiđ og hún rennur hjá.

Síđar í vikunni er annarri lćgđ spáđ svipađa leiđ. Sumar reiknirunur gera ráđ fyrir mikilli dýpkun hennar - en ađrar ekki. Viđ sleppum ţví ađ velta okkur upp úr slíku ţar til nćr dregur - oftast eru spár afskaplega ótryggar ţegar ţćr eru ađ fást viđ meir en 3 til 4 daga - ekki síst í stöđu sem ţessari.

Eins og oft hefur veriđ rćtt um hér á hungurdiskum ađ undanförnu hefur reyndin jafnan orđiđ sú í vetur ađ linari spár hafa frekar rćst en ţćr harđari - vonandi heldur sú stađa áfram sem lengst. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.11.): 164
 • Sl. sólarhring: 165
 • Sl. viku: 2291
 • Frá upphafi: 1851366

Annađ

 • Innlit í dag: 139
 • Innlit sl. viku: 1960
 • Gestir í dag: 127
 • IP-tölur í dag: 122

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband