17.3.2019 | 02:48
Árstíðasveifla hámarks- og lágmarkshita (2)
Við höldum áfram að horfa á árstíðasveiflu hámarks- og lágmarkshita. Í dag eru það ítrustu útgildi hvers almanaksdags, svonefnd landsdægurhámörk og lágmörk.
Lárétti ásinn sýnir mánuði ársins (og rúmlega það til að við þurfum ekki að skera sumar eða vetur í sundur). Lóðrétti ásinn er hitakvarði. Efsti ferill myndarinnar sýnir hæsta hita hvers almanaksdag ársins, hæstu gildin auðvitað á sumrin. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu er 30,5 stig, sem mældist á Teigarhorni í Berufirði 22.júní 1939. Ekki vitum við hvenær það met verður slegið, en að því mun koma. Nokkuð suð er í ferlinum, við eigum mörg hámarksdægurmet í vændum, fjölmargir dagar geta greinilega gert enn betur en hingað til. Þar á meðal er 5.mars en hann á sem stendur lægsta landsdægurhámark ársins, 12,3 stig. Veðurstöðvar sem mæla hita eru nú mun fleiri en áður fyrr og líkur á að veiða met þess vegna meiri. Við getum búist við 3-5 nýjum landsdægurmetum hámarks og lágmarks á hverju ári.
Neðar á myndinni má sjá lágmarksdægurmetin, lægst er landslágmarkið -38,0 stig, sem mældist bæði á Grímsstöðum á Fjöllum og í Möðrudal 21.janúar 1918. Mikið suð er í lágmarksferlinum yfir veturinn - þar bíður einnig fjöldi dægurmeta í framtíðinni, jafnvel við hlýnandi veðurlag. Hins vegar er suðið áberandi minna í dægurlágmarksferlinum að sumarlagi, hæsta dægurlágmarksmet ársins er -1,1 stig. Það á 3.júlí, nokkuð nærri sólstöðum. Rétt er að taka fram að hér er einungis miðað við byggðir landsins, hálendis- og jöklastöðvar þurfa sérmeðhöndlun.
Græni strikaferillinn á að sýna okkur spönnina á milli hámarks- og lágmarkshitans. Hún er um 30 stig að sumarlagi, en um 45 stig yfir veturinn. Tilviljun ræður því að hún er mest lágmarksmetsdaginn, 21.janúar, 52,9 stig. Dægurhámarksmet þess dags er 14,9 stig - gæti í framíðinni farið í 19 stig, hámarksspönnin á því eftir að aukast. Hiti þann dag gæti í framtíðinni farið í 19 stig eða meira og hámarksspönnin þar með í 57 stig. Fleiri dagar gætu einnig slegið þessum við. Spönnin er nú minnst 16.júlí, 25,7 stig - og getur ekki orðið minni. Lágmarksmet þess dags er nokkuð lágt miðað við árstíma, -2,1 stig, en hámarkið er lágt líka, 23,6 stig - lægsta dægurhámarksmet júlímánaðar sem stendur - gæti fallið hvenær sem er (en fær ekki nema eitt tækifæri á ári).
Ítrasta spönn, mismunur hæsta hámarkshita og lægsta lágmarkshita landsins, er 68,5 stig. Meðaldægurhámark landsins er 19,9 stig, en meðaldægurlágmark -18,0 stig.
Hugsa má sér hvernig umhorfs væri á Íslandi ef hámarksgildaferillinn sýndi meðalhita hvers dags en ekki útgildi. Tuttugu stiga ársmeðalhiti bendir á útjaðar hitabeltisins. Það er hærri hiti en hér hefur orðið á jarðsögulegum tíma (síðan landið varð til) - en kannski varð svo hlýtt á sambærilegu breiddarstigi á ofurhlýskeiðum eósentímans. Meðalhiti kaldasta vetrarmánaðar væri þá 15 stig, en meðalhiti hlýjasta mánaðarins 27 stig. Lágmarksferillinn með sínar 18°C minnir hins vegar á ísaldarástand og er reyndar líklegt að hitafari hafi einmitt verið þannig háttað á sumum köldustu tímabilum síðasta jökulskeiðs, hiti kaldasta mánaðar um -30 stig, en sumarhiti við sjávarmál rétt undir frostmarki. Það er nokkuð merkilegt að við fáum þó að sjá þetta ástand - þó það sé aðeins stund og stund á stöku stað á margra ára fresti. Við snertum það samt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.