Fyrstu tíu dagar marsmánaðar

Lítum á stöðu fyrstu tíu daga marsmánaðar. Meðalhiti í Reykjavík er +0,4 stig, -0,3 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, en í meðallagi síðustu tíu ára. Hiti dagana tíu er í 12.sæti af 19 á þessari öld. Hlýjastir voru dagarnir tíu árið 2004, meðalhiti +6,3 stig, en kaldastir 2009, -2,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er 2004 líka í efsta sæti, en neðstir eru sömu dagar árið 1919, meðalhiti þeirra þá var -9,9 stig.

Meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins nú á Akureyri er -3,1 stig, -2,0 stigum neðan meðallags 1961-1990, en -2,3 neðan meðallags síðustu 10 ára.

Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á allmörgum stöðvum um landið sunnanvert, mest +0,7 stig á Hraunsmúla í Staðarsveit og við Lómagnúp, en kalt hefur verið í innsveitum norðaustanlands, neikvæða vikið er mest í Svartárkoti -3,7 stig.

Úrkoma hefur mælst 30,3 mm í Reykjavík og er það nærri meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 11,1 mm fyrstu 10 daga mánaðarins og er það undir meðallagi.

Sólskinsstundir hafa mælst 56,3 í Reykjavík það sem af er mánuði og hafa þær aðeins 9 sinnum mælst fleiri sömu daga (mælingar 108 ár). Flestar mældust sólskinsstundirnar þessa daga árið 1962, 87,9 en fæstar 1996, aðeins 3,9.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2434837

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2122
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband