26.2.2019 | 23:24
Dálítill hæðarhryggur
Eftir lægðaganginn undanfarna daga virðist dálítill hæðarhryggur ætla að taka við stjórn í háloftunum. Hann verður að vísu ekki mjög áberandi á hefðbundnum veðurkortum, en sýnir sig vel í háloftum. Fyrra kortið sem við lítum á í dag gildir síðdegis á fimmtudag, 28.febrúar. Það er evrópureiknimiðstöðin sem spáir.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og má af legu þeirra ráða vindstyrk og stefnu í rúmlega 5 km hæð. Línur yfir Íslandi eru gisnar og háloftavindar því slakir. Hryggjarmiðjan er merkt á kortið þar sem hún liggur frá Skotlandi norðvestur yfir Ísland og allt til Baffinslands - og heldur reyndar áfram þaðan allt til Alaska og suður eftir Kyrrahafi. Hryggurinn greinir á milli áhrifasvæða kuldapollanna stóru, Stóra-Bola yfir Ameríku og Síberíu-Blesa við norðurströnd Asíu. Fyrirferðarminni kuldapollur er við Norðaustur-Grænland - einskonar sendiboði milli stórveldanna. Við skulum til aðgreiningar kalla hann Hroll.
Litirnir á kortinu sýna þykktina, en hún greinir frá hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Meðalþykkt yfir Íslandi á þessum tíma árs er í námunda við 5260 metra - í ljósasta bláa litnum. Á milli litaskipta eru 60 metrar, sem samsvarar um 3 stigum í hita. Hiti í niðri hluta veðrahvolfs verður því 3-4 stigum ofan meðallags á fimmtudaginn - sé spáin rétt. Niðri við jörð eru jákvæðu vikin (nær ætíð) minni en ofar - sérstaklega inn til landsins í björtu og hægu veðri.
Það sem skiptir meginmáli á þessu korti er hryggurinn sem skilur á milli kulda úr vestri annars vegar - og kulda úr norðri hins vegar. Við teljum það hagstætt.
Þó Hrollur sé ekki á beinni leið til okkar - hann mætir örlögum sínu yfir hlýju Barentshafi er kuldinn sem fylgir honum sem það mikill að hætt er við að hann leki smám saman í átt til okkar. Spáruna reiknimiðstöðvarinnar frá hádegi segir t.d. að á mánudag/þriðjudag hafi þykktin yfir landinu fallið um 180 metra - 9 stig. Munar um minna. Kannski rætist sú spá - kannski ekki.
En það skemmtilega við spárunu dagsins er að staðan á að vera nærri því sú sama aftur eftir viku. - Nokkuð kaldari að vísu en að öðru leyti mjög svipuð. Við lítum á spákort sem gildir um hádegi á föstudag, 8.mars.
Hér er þykktin yfir landinu nærri meðallagi. Hæðarhryggurinn (rauð strikalína) liggur á svipuðum slóðum og á fyrra korti og (nýr) Hrollur á sama stað. Þykktin er þó lítillega minni en á fimmtudagskortinu (um 5280 metrar í stað 5350 í á fyrra korti) - og hiti því nærri meðallagi í neðri hluta veðrahvolfs.
Óvenjulegt er hins vegar að 10 daga veðurspár standist - að venju lítum við því á þessa sem einskonar skemmtiatriði.
Eins og bent var á á fjasbókarsíðu hungurdiska var óvenjuhlýtt á Suðurlandi í gærkveldi og fram eftir nóttu - og síðan á Austurlandi í dag (þriðjudag 26.febrúar). Sigurður Þór Guðjónsson benti réttilega á það á fjasbók að hitinn sem mældist á Hellu og við Markarfljót (12,3 stig) er sá hæsti sem mælst hefur á Suðurlandsundirlendi í febrúar (ef við teljum svæðið austan Markarfljóts ekki með). Slær þó ekki út 12,6 stigin sem mældust fyrir nokkrum dögum á Skrauthólum á Kjalarnesi (sjá pistil hungurdiska).
En við endurbirtum hér fjasbókarpistlana - svo aðrir en fjasbókarsamfélagið geti lesið - í lokin er smáviðbót í lok dags.
[26.3. 01:37] Mikil hlýindi fylgja lægðinni sem nú er á leið yfir landið (að kvöldi 25.febrúar). Febrúarhitamet hafa verið slegin, sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Við nefnum hér aðeins stöðvar þar sem athugað hefur verið frá því fyrir aldamót. Það eru Þykkvibær (11,2 stig), Þingvellir (10,5 stig) og Skálholt (11,1 stig). Hitinn á Þingvöllum og í Þykkvabæ er einnig hærri nú en nokkru sinni mældist í febrúar á mönnuðu stöðvunum á þessum stöðum.
Á Mörk á Landi hefur verið athugað frá 2008, þar var í kvöld mesti vindhraði sem þar hefur nokkru sinni mælst, 30,1 m/s (10-mínútna meðaltal). Áttin var af austsuðaustri - og hiti fór í 10,6 stig.
[26.2. 14:32] Eins og getið var um í síðasta pistli var ársvindhraðamet slegið í gærkvöldi á Mörk á Landi (mánudag 25.febrúar). Í morgun (þriðjudag 26.) bættust Mývatnsöræfi við í þann hóp, vindur fór þar í 30,8 m/s, það mesta síðan stöðin hóf mælingar 1998. Ársmet var líka sett á Fljótsheiði - en þar hefur aðeins verið athugað frá 2012, talan er hins vegar há, 31,3 m/s. Febrúarvindhraðamet voru slegin á fáeinum stöðvum til viðbótar, við nefnum aðeins þær sem athugað hafa í 10 ár eða meir, það eru Brúarjökull, Papey, Miðfjarðarnes, Streiti, Hálsar og Hvalnes. -
Dagurinn í dag - 26.febrúar varð fyrsti stormdagur ársins á landsvísu (að mati ritstjóra hungurdiska) - 10-mínútna meðalvindhraði náði 20 m/s á 34 prósentum stöðva í byggð, til að komast á listann þarf hlutfallið að vera 25 prósent eða meira. Þessi listi metur snerpu veðra fremur en úthald. Ritstjórinn heldur líka úti öðrum lista (sem er nær því að mæla úthald) - til að komast á hann þarf meðalvindhraði sólarhringsins í byggðum landsins að ná 10,5 m/s. Það gerðist ekki í dag - og hefur ekki gerst enn á þessu ári.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 27.2.2019 kl. 01:20 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.