23.2.2019 | 02:14
Hár hiti
Það er fremur óvenjulegt að hiti á höfuðborgarsvæðinu fari yfir 10 stig í febrúarmánuði, en gerðist þó í dag (22.febrúar). Við Veðurstofuna fór hiti í 10°C slétt og 10,1 stig á Reykjavíkurflugvelli. Báðar tölur dægurmet. Kvikasilfursmælirinn fór hæst í 9,4 stig - en það er ekki þar með sagt að hann hefði ekki farið enn hærra væru athugunarhættir enn nákvæmlega þeir sömu og áður var. Nú er skýlið nefnilega alveg lokað frá kl.9 til 18 - en var opnað tvisvar á þeim tíma dags hér áður fyrr.
Hæsti hiti sem mælst hefur í febrúar í Reykjavík er 10,2 stig, það var þann 25. árið 2013. Hiti hefur tvisvar mælst 10,1 stig í febrúar í Reykjavík, 1935 og 1942 og einu sinni 10,0 stig (áður en í dag) - það var líka 1942. Reyndar mældist hiti líka rúm 11 stig þann 9.febrúar 1830 - en það var í öðrum heimi.
Nú, svo fór hiti í 12,6 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi í dag. Það er hæsti hiti sem vitað er um á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Líkur á svo háum hita eru töluvert meiri á Kjalarnesi heldur en í borginni. Ekki hefur verð mælt á þeim slóðum mjög lengi (þó á Skrauthólum frá 2001 og frá 1998 við Móa). Eldra febrúarhámarksmet höfuðborgarsvæðisins er ekki gamalt, 11,9 stig sem mældust við Blikdalsá fyrir 2 árum.
Hæsti hiti á landinu í dag mældist 14,1 stig á Seyðisfirði, rúmu stigi neðan landsdægurmetsins sem sett var á sama stað 1962.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Á Seyðisfirði 1962; Hvað skyldi hann hafa verið þann dag í Rvk.sama ár? Mér er febrúar svo minnisstæður gangandi um Rykjavíkurstræti eins og um hásumar væri þótt áliðið væri dags. Engin man þetta nema ég þegar ég minni á þessa óvenjulegu blíðu,því ég klikka á ártalinu.
Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2019 kl. 01:33
Hámarkshiti í Reykjavík 22.febrúar 1962 var 5,0 stig. Febrúar 1962 var mikill illviðramánuður framan af með snjó og klaka, en um þann 20. hlánaði og gerði hlýindi í nokkra daga - síðan voru stillur til mánaðamóta en kólnandi veður. En miklar blíður og hlýindi voru í febrúar 1963 og 1964 og sömuleiðis var sérlega hlýtt í febrúar 1965. Mér eru öll þessi blíðviðri sérlega minnisstæð.
Trausti Jónsson, 24.2.2019 kl. 22:25
Góð vísbending,eigandi heima á Bergstaðastræti á leið að flytja í Kópavog,stutt að rölta um höfuðborgina og skoða efni í gardínur meðan húsbóndinn var heima.....
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2019 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.